Blanda - 01.01.1936, Page 39
33
]nu lenti, hefur varla verið svo gert, að slíkar til-
finningar hafi getaÖ bærzt meÖ því. Blærinn, sem
a afbrotamennina hefur falliö í munnmælameöfertS
málsins, er því óverðskuldaður. Þetta vesalings
fólk á afsökun sína á öðru sviði, en afsökun á allt
°g allir á öllu. Ef þjóðfélaginu og forráöamönnum
skipulagsins á því, heföi veriö stefnt til ábyrgöar
°g málstaöur þess og þeirra verið vandlega rann-
sakaður og hlutlaust dæmdur, heföi sekt þeirra ef
til vill reynzt þyngst og verst.
Eptir er nú að greina frá þeim þætti málsins,
sem er hvaö skelfilegastur — framkvæmd lífláts-
hegningarinar. Það er átakanlegt að sjá manns-
höndina grípa fram fyrir hendur náttúrunnar og
stytta æfi þeirra manna, sem hún hefur ætlaö lengra
hf. Þetta höfðu þau Agnes og Friðrik gerzt sek
um, fáfróðir og illa upp aldir vesalingar, af þeim
enda þjóöfélagsins, sem einskis á úrkostar. En á-
takanlegast af öllu er þaö, að sjá ríkisvaldið, sem
á að vera í höndum vitrustu og beztu manna, kvitta
fyrir þetta óvitaverk þessa volaöa fólks meö því
að hlaða á sig sömu sektinni og það.
Þó nokkur rekistefna varö um það, hvort flytja
skyldi Friðrik og Agnesi til aftöku til Kaupmanna-
hafnar. Varð það úr, að aftakan skyldi fara fram
hér á landi, og er sú orsök helzt til þess talin,
að hinum spakvitru yfirvöldum þætti flutnings-
kostnaður sakamannanna of mikill. Gróðahnykkur-
mn hefur þó verið hæpinn, því að aftakan í Vatns-
dalshólum varð mun dýrari en flutningurinn hefði
orðið. Svo sem kunnugt er, var sérstök glæpaöld í
Húnavatnssýslu um þetta bil, og mun sanni nær,
að yfirvöldin hafi viljað láta aftökuna fara fram
þar til þess að skjóta óaldarseggjum skelk í bringu.
í fógetabók Húnavatnssýslu 1823—1898 er fó-
Blanda VI. 3