Blanda - 01.01.1936, Page 44
3«
nyrÖra, áriÖ 1576 (Alþb. ísl. I, 365—366). Segist
Toríi prestur hafa heyrt upplesið appellerunarbréf
Bjarna heima á Hólum, þá er Torfi hafi verið þar
vistfastur, og hafi Bjarni þar sagzt hafa verið „inni
si'eltur 2 cður 3 múnuði og fjötraður þar inni í
kirkjugarðinum til þess, að liann skyldi kennast þann
glœp. En á skírdag var eg leiddur í kirkju af prest-
um og djáknum hcrra Ólafs, að leysast til kirkju,
sem aðrir sakamenn. Hafða cg þá fengið þrjú öng-
vit. Sögðu þeir þá, að eg hcfða kennzt um dóttur
mína Randíði.“ Eftir þessu hefði Bjarni ekki átt að
hafa játað sökina fyrr en á skírdag 14.81 og eftir
að hann hafði verið í varðhaldi ekki nærfellt 2—3
mánuði, heldur víst nærfellt 5 mánuði, því að fang-
aður virðist hann hafa verið í október eða snemma
í nóvember 1480. Sveltur segist hann hafa verið, og
kemur það ekki vel heim við vottorð klerka biskups
22. júní 1481 (ísl. fbrs. VI. 373—374), er bera
Bjarna fyrir því, að hann hafi haft nógan mat og
klæði í varðhaldinu og ekki haft harðan fjötur. En
svo greinir Bjarni, eftir því, sem staðið hefur í
appellerunarbréfi hans, nánari atvik að játningunni.
Hann segir, að prestarnir hafi sagt, að hann hafi
játað brot sitt í öngvitunum, sem hann fékk í kirkju-
garðinum á Hólum á skírdag. Segist hann ekki hafa
viljað játa brot sitt áður. Eru þá vottorðin klerk-
anna um játningu hans í nóvember árinu áður röng,
eða dregur Bjarni sjálfur fjöður yfir þá játningu
eða játningar í appellerunarbréfi sínu? Um þetta
verður engan veginn sagt neitt með vissu. Það eitt
virðist víst, að atvikin að því, hvernig játning Bjarna
var fengin, hafi verið svo löguð, að ekki mundi
nú á dögum þykja mögulegt að byggja sektardóm
á henni. Vottorð Torfa prests virðist hafa verið sýnt
Ásgrími Jónssyni, áður en hann gaf sitt vottorð út,