Blanda - 01.01.1936, Síða 46
40
Bjarna, sem hann fékk hremmt, og jafnvel þótt hann
fengi konungsvaldi'ð í lið með sér til þess, þá virð-
ast samtíðarmenn, bæði veraldarmenn og líklega
margir klerkmanna, hafa trúað á sakleysi þeirra
feðgina, að minnsta kosti Randíðar, eins og bráð-
um mun sýnt verða. Hér skal loks geta þess, að í
báðum vottorðum þeim, sem hér hafa nefnd verið,
segir, að sami maður, sem þessu hafi fyrst uppljóst-
að (þ. e. samrekkingu þeirra mæðgina), hafi sannað
eiðinn með Bjarna. Eins og í þættinum segir, er Jón
nokkur Þorsteinsson borinn fyrir þessu atviki í vott-
orði einu (bls. 352—353). Svo virðist helzt, sem átt
muni vera við hann í vottorðum þeirra séra Torfa og
Asgríms Jónssonar. Og ástæðan fyrir þvi, að mað-
ur þessi sagði frá samrekkingu þeirra feðgina, er
talin sú, að Bjarni hafi ekki goldið honum kaup hans,
þegar hann var þjónn Bjarna. Hvort sem Jón þessi
Þorsteinsson eða annar maður á hér hlut að máli,
þá bendir þetta til þess, að sá maður hafi ekki trú-
að því, að þau feðgin hafi komið saman að líkams-
losta. Hins var ekki að vænta, að Gottskálk biskup
Nikulásson viki frá stefnu frænda sins, kenniföður
og fyrirrennara. Það var eðlilegt, að hann teldi Bjarna
jafnan x banni, úr því að biskup hafði dæmt hann
sekan, og úr þvi að hann hélt ekki þá skrift, sem
Ólafur biskup og erkibiskup höfðu sett honurn, og
léti Ólaf, son Bjama, sæta þungum búsifjum fyrir
það, að hann hafði látið grafa líkama föður sins
i kirkjunni i Miklagarði (sjá bls. 383—384).
II. Um Randíði Bjamadóttur.
Það hefur verið talið, að Randíður hafi verið ó-
skilgetin1) og líkur leiddar að þvi, að svo muni verið
1) Espólín (Ættart. V, 4100) telur hana þó skilgetna.