Blanda - 01.01.1936, Page 48
42
armundar“. Nú er Margrét dáin fyrir 21. sept. 1499,
og hefur RandíÖur því gifzt fyrir þann dag. ÞaÖ,
að Margrét gefur henni jörðina, en ekki Bjarni,
bendir til þess, að hann hafi þá verið dáinn. Arn-
dísarstaðir hafa verið erfðajörð Bjarna eftir for-
eldra hans (sbr. ísl. fbr. V. 610). Var jörð þessi
ein þeirra þriggja jarða, sem féllu í hluta konungs-
valdsins samkvæmt skiptagerðinni í Spjaldhaga 1492
(sbr. bls. 381). En þrátt fyrir það hefur Margrét
talið sig eiganda jarðarinnar, þegar Randíður gift-
ist. Og hefur konungsvaldið þó ekki fengið henni
jörðina aftur. Þrætur þær, sem um jörð þessa verða
á 16. öld, og síðar verður vikið að, sýna það. Það
er ekki vist, hve nær Bjarni hefur andazt, en víst
má telja, að hann hafi lifað Ólaf biskup. Ólafur
Bjarnason mundi varla hafa þorað að grafa föður
sinn í kirkju, meðan biskup lifði. Það er langlíkleg-
ast, að Bjarni hafi látizt einhvern tíma á árabilinu
1495—1499, meðan biskupslaust var á Hólum. O
einhvern tíma á þessum árum hefur því Randíður
gifzt. 30. júli 1497 er Randíður i Skálholti og selur
þann dag jörðina Vað í Reykjadal (bls. 385). Þá
hefur hún varla verið gift, því að ef svo hefði ver-
ið, þá mundi manns hennar sennilega hafa verið get-
ið við kaup þessi. Gifting hennar hefur því líklega
orðið á tímabilinu frá 30. júlí 1497 til 21. sept. 1499,
því að þá er móðir hennar önduð, eins og áður er sagt.
Það er víst, að maður Randíðar hét Gunnlaugur
Helgason. Hann er berum orðum nefndur svo í Al-
þingisdóminum frá 1572 (Alþb. I. m), þar sem
skirskotað er til vottorðs um það, að hann hafi gjört
löglega festing til Randíðar Bjarnadóttur. En liver
var Gunnlaugur þessi Helgason? í nafnaskrá við I.
bindi Alþingisbóka bls. 466 telur dr. Jón Þorkels-
son Gunnlaug þenna koma við skjöl árin 1500—1517.