Blanda - 01.01.1936, Page 49
43
Og það stendur heima, aÖ maSur meÖ þvi nafni er
viÖ ýms mál riðin í NorÖlendingafjórÖungi þessi ár
(sbr. ísl. fbrs. VII. 487, 548, 553, 797 og VIII. 110,
209, 611), en síÖar getur hans ekki. Árið 1500 kærir
Gottskálk biskup Nikulásson Gunnlaug þenna um
það, að hann hafi vegna Ingileifar Kolladóttur, konu
sinnar, tekið undir sig arf eftir séra Jón og Guð-
mund Kollasonu, bræður hennar (ísl. fbrs. VII. 487
489). Er ljóst, að Gunnlaugur þessi er kvæntur
maður árið 1500 og annari konu en Randíði Bjarna-
dóttur. Séra Jón Kollason kemur síðast við bréf 1488
(ísl. fbrs. VI. 637) og séra Guðmundur 1491 (ísl.
fbrs. VI. 751). Líklegt er, að þeir bræður hafi lát-
>zt seint á dögum Ólafs biskups, því að annars mundi
biskup hafa kært arftöku Gunnlaugs eftir þá, eða
þá meðan biskupslaust var á Hólum, líklega í plág-
unni miklu 1494—1495. Gottskálk biskup hefur þá
ekki látið lengi bíða að kalla til arfsins vegna dóm-
birkjunnar á Hólum. Gunnlaugur hefur þá sennilega
verið kvæntur Ingileifu systur þeirra. Hann hefði
þá átt að vera kvæntur maður, þegar Randíður gift-
íst, 0g getur því ekki verið sá Gunnlaugur Helga-
s°n, sem hún giftist. Sá einn möguleiki til þess, að
Gunnlaugur hefði kvongazt Randíði, er, að það kvon-
fang hefði orðið nokkru fyrr en talið er að framan,
ab Randíður muni hafa gifzt, að hún hafi andazt
fyrir 1499, °g Gunnlaugur hafi svo rétt á eftir
&engið að eiga Ingileifu Kolladóttur. En þegar nán-
ar er að gáð, verða líkurnar ekki miklar fyrir því,
a® svo hafi verið. Kolli Magnússon, faðir Ingileif-
ar> kemur fyrst við bréf árið 1448 (ísl. fbrs. V. 69)
°g siðast í dómi Hrafns lögmanns Brandssonar um
Hvassafellsmál á Alþingi 1481 (ísl. fbrs. VI, 377).
Hann er því varla fæddur síðar en 1420—1430, og
börn hans eru upp komin um 1470—1480. Það er