Blanda - 01.01.1936, Page 50
44
því líklegt, aí5 Gunnlaugur þessi Helgason hafi kvænzt
ingibjörgu löngu fyrir 1500, enda lætur Gottskálk
biskup Nikulásson hana gefa Hóladómkirkju próf-
entugjöf árið 1501 (ísl. fbrs. VII, 548—550). Mun
hún þá hafa verið roskin kona. Allar líkur benda
því til þess, að Gunnlaugur Helgason, maður Rand-
íðar, og Gunnlaugur sá Helgason, sem við gerningana
kemur nyrðra árin 1500—1517, sé ekki sami maður-
inn. Verður nú ekki um það sagt, svo að mér sé
kunnugt, hver sá Gunnlaugur Helgason hafi verið,
sem kvæntist Randíði Bjarnadóttur. Hún virðist
munu hafa gifzt sunnanlands. í Alþingisdóminum
frá 1572 (Alþb. ísl. I, 111) segir, að þar hafi kom-
ið fram „innsiglað bréf Helgu Guðnadóttur, að hún
hafi þar verið viðstödd, að Gunnlaugur Helgason
hefði gjört löglega festing til Randíðar Bjarnadótt-
ur“. Varla er um að villast, hver þessi Helga Guðna-
dóttir muni vera. Getur naumast um aðra konu ver-
ið að tefla en Helgu Guðnadóttur, systur Björns í
Ogri og konu Torfa ríka, sýslumanns í Klofa á
Landi. Ef Randíður hefur verið dóttir Margrétar
Ólafsdóttur, þá hafa þau Randíður og Torfi í Klofa
verið systkinabörn, þannig:
Ólafur Loftsson ríka
Jón Margrét kona Hvassafells-Bjarna.
Torfi Randíður.
Vegna frændsemi sinnar við Randíði hefur Torfi
í Klofa tekið Randíði undir verndarvæng sinn, og
Helga kona hans verið festingarvottur hennar. Lík-
ast er og, að Gunnlaugur, bóndi Randíðar, hafi ver-
ið sunnlenzkur maður. Þótt Randíður lenti í stór-
mælum, þá er ekki liklegt, að svo kyngöfug kona
hafi verið gefin ættsmáum manni. Nöfnin í ættinni
gætu bent til þess, að hann hafi verið af ætt Kross-
manna í Landeyjum, og þá sonur Helga Teitssonar