Blanda - 01.01.1936, Page 52
46
gögn komi fram um eiðvinning Randíðar (Alþb. I,
242—244). Dómsmenn virðast ganga út frá því, að
konungsvaldið hafi aðeins fengið helming jarðarinn-
ar, og enginn virðist vita betur, en að svo hafi ver-
ið. Um hluta kirkjunnar í eigninni — því að kirkj-
an hefði átt að eignast helminginn, ef ekki hefði
önnur skipun verið á gerð — er ekki hugsað, enda
gerir kirkjan engar kröfur. Dómurinn frá 1574 hef-
ur sjáanlega verið óviðunandi fyrir báða aðilj a.
Hvorugur fékk það til fulls, sem hann krafðist. Því
kemur málið enn undir dóm á Alþingi 1578. Þá bera
þeir bræður fram vottorðin, sem áður getur, um
synjunareiða þeirra feðgina, Bjarna og Randíðar.
Og dæma dómsmenn nú jörðina Arndísarstaði „æf-
inlega eign“ síra Teits Helgasonar, þar til fram komi
gögn, er hrindi vottorðunum (Alþb. ísl. I. 362—
363). Þau gögn hafa auðvitað aldrei fram komið,
og jörðin hefir lent hjá séra Teiti. Dómsmenn fara
ekkert út í það, að biskup átti forðum dóm á mál-
um þessum, og sektardóm Ólafs biskups yfir Bjarna
Ólasyni hafa þeir fráleitt þekkt. Veraldarvaldið sigr-
ar því að lokum í málum þessum, að því leyti sem
eiður Randíðar, unninn fyrir lögmanni, er löglegur
dæmdur, og hjónaband hennar er gilt metið. Hún hef-
ur að því leyti fengið fulla uppreisn eftirtímans.
Séra Teitur Helgason á Reynivöllum er eini ís-
lenzki presturinn með því nafni, sem nú er kunn-
ur. Það má því telja vafalaust, að hann sé sá Teit-
ur prestur Helgason, sem mál þessi sækir. Hann
er því sonarsonur Randíðar Bjarnadóttur. Teitur
prestur virðist hafa verið í betri presta röð. Hann
hefur fengið Reynivelli árið 1562, en ekki 1573,
eins og séra Sveinn Níelsson telur í Prestatali sínu
og prófasta (bls. 78), því að í vottorði einu frá
1591, um Fossá í Kjós, kveðst séra Teitur þá hafa