Blanda - 01.01.1936, Page 73
6 7
sonar á Brattavöllum mun vera dóttir e'Öa þá dóttur-
dóttir Gunnlaugs.
37. vísa. „Pólstjarnan“. Eigandi: SigurÖur á
Böggversstööum, tengdafaðir Baldvins, sem síðar bjó
á Böggversstöðum. Áttu þeir skipið síðar Baldvin
og Jón Gunnlaugsson, sem lengi var skipstjóri henn-
ar, bróðir Jóhanns frá Sauðanesi, sem enn (1934)
er á lífi á Siglufirði. Formaður Pólstjörnunnar 1873
var Sigurður Sveinsson frá Hofi í Svarfaðardal,
bróðir Sveinbjarnar á Ósi. Pólstjörnuna rak upp á
Miðfirði í sumarmálagarðinum 1887, og tók Jón
Gunnlaugsson út frá stýrinu í ólagi, er skipið hreppti,
er það fór yfir grynningarnar i mynni Miðfjarðar,
og drukknaði hann. Júlíus frá Fagraskógi tók þá
stjórn á skipinu. Hann var afburða sjómaður tal-
inn, og tókst honum að koma skipinu, þá löskuðu,
inn á Miðfjörð, með aðra skipverja heila, en skipið
liðaðist þar í sundur. „Póla“, sem hún oftast var
nefnd, var um langt skeið talið mesta afla- og happa-
skip hér norðanlands. Var þá orðin gömul og fúin.
39- vísa. „Hríseyingur". Eigendur líklega Jörund-
ur á Syðstabæ o. fl. Hann fórst árið áður (1872)
nieð allri áhöfn. Formaður var Þorlákur frá Sauða-
nesi (Hallgrímsson ?) ungur maður. Hann var faðir
Snjólaugar, konu Jóns Gislasonar íshússtjóra á Siglu-
firði.
41- vísa. „Hermóður". Eigandi Jörundur Jónsson
a Syðstabæ í Hrísey og formaður Tryggvi sonur
hans. Hermóður fórst með allri áhöfn um 1884.
í’á var formaður á honum Þorsteinn sonur Þor-
steins á Grýtubakka (sjá 3. visu), mesti efnismað-
ur> þá tvitugur að aldri. Tryggvi Jörundsson mun
þá hafa verið i siglingum, því að hann var lengi
erlendis. Tryggvi dó austan Eyjafjarðarins fyrir fá-
Um árum, sjómaður mikill, en drykkfelldur nokkuð.