Blanda - 01.01.1936, Page 74
68
43- vísa. „Ólafsfjar'ðar-Gestur". Hann mun hafa
veri'ð eign bænda í Ólafsfirði, en annars er mér
ekkert um hann kunnugt. Formaður Jón Gunnlaugs-
son, gæti e. t. v. verið Jón „Pólu“-formaður. Það
er þó óvíst.
47. vísa. „Gefion“. Var upphaflega frönsk fiski-
skúta, allstór. Kom inn á Siglufjörð með bilað stýri,
og vildu skipverjar losna við að sigla henni heim og
gerðu hana að strandi. Keyptu skipið nokkrir Sigl-
firðingar og Fljótamenn. Má ætla, að Snorri Páls-
son verzlunarstjóri hafi verið aðal-hvatamaður þess,
sem margs annars, sem til framfara horfði. Síðar
keypti svo Gránufélagið Gefíon og ætlaði að hafa
hana í förum milli landa, en hún fórst á leið til
útlanda frá Siglufirði undir Ólafsfjarðarmúla. Með
henni fórst sem farþegi Eggert, sonur séra Jóns
Sveinssonar á Hvanneyri, síðar á Mælifelli í Skaga-
firði, hinn efnilegasti maður. Jón Loftsson, sem
1873 var formaður á Gefíon, var Eyfirðingur að
ætt og uppruna, en bjó þá x Haganesi í Fljótum.
Hélt hann þar sjómannaskóla urn nokkra vetur. Jón
hafði numið siglingafræði erlendis og var lærður
vel í þeirri grein og talinn ágætur sjómaður. Lærðu
hjá honum f jölmargir ungir rnenn, sem síðar kenndu
svo öðrum. Má Jón því með sannindum kallast for-
göngumaður í þessu efni hér norðanlands. Jón Lofts-
son flutti síðar að Hvammi í Höfðahverfi og dó
þar um 1890. Ekkja hans, Ovida, og börn þeirra
fluttust nokkru síðar til Ameríku, svo og Ovida
fósturdóttir þeirra, sem giftist Sveini Sveinssyni,
bónda á Hóli í Höfðahverfi.
50. vísa. „Stormur“ eldri. Eigendur: Séra Stefán
Árnason, prestur á Kvíabekk í Ólafsfirði, og stjúp-
synir hans, Magnús og Jón. Þeir voru synir Bald-
vins, miðmanns Önnu, sem síðar giftist Jóni bónda