Blanda - 01.01.1936, Page 78
72
ur. Hann rak upp í Hrísey 1884 og brotnaði þar í
spón.
66. vísa. „Lati-Brúnn“. Eigandi Jóhann Jónsson
hreppstjóri, bóndi í Efri-Höfn. Aður áttu þeir skip-
ið saman Jóhann og tengdafaðir hans, Páll Kröyer
í Höfn. Jóhann var mesti framkvæmda og hagleiks-
maður; smiðaði hann Lata-Brún og fleiri skip, fram-
kvæmdi jarðabætur hér fyrstur manna, átti með öðr-
um frumkvæði að stofnun sparisjóðsins hér og ýms-
um öðrum þörfum málum. Ræfill af Lata-Brún er
til enn á Siglufirði, hálfsokkinn undir fallhamri suð-
ur á Leirunni. Formaður á Lata-Brún 1873 var Sig-
urður Gunnlaugsson bóndi i Skarðdal, giftur Krist-
ínu Antonsdóttur frá Arnarnesi. Er hún enn á lífi
í Siglufirði 1934, hjá Gunnlaugi bæjarfulltrúa, syni
þeirra. Bessi yngri Þorleifsson var síðastur formað-
ur á Lata-Brún til hákarlaveiða.
68. vísa. „Kristjana“. Hún var upphaflega keypt
frá Danmörku, þá einmöstruð, og oft nefnd „Dala-
jaktin“. Nafnið hefir líka fylgt henni þaðan, því
það var ávallt skrifað Christiane. Eigendur hennar
þá voru þeir Dalafeðgar Þorvaldur og Páll, sonur
hans, og Bessi Þorleifsson eldri, sem fyrr getur.
Kristjana er marg byggð upp, og er enn (1934) í
góðu standi, eign Málmkvists Einarssonar, útgerðar-
manna á Siglufirði. Er hún nú kúttersigld og með
mótorvél og gengur á þorskveiðar. Formaður 1873
var Kristján Jónsson, maður Onnu Mikaelsdóttur,
Ólafssonar skálds, í Háagerði á Höfðaströnd. Kristj-
án drukknaði skömmu síðar á Draupni með Steini
í Vik. Börn þeirra Önnu eru Sigurður, Guðbrand-
ur, Dýrleif og Kristján, öll búsett í Siglufirði 1934.
70. vísa. „Dala-Úlfur“. Eigendur: Dalafeðgar,
Þorvaldur og Páll. Skipið mun hafa verið lítið og
þá orðið gamalt, og liklega rifið skömmu síðar. Stef-