Blanda - 01.01.1936, Page 79
73
an formaður hefir veri'S EyfirSingur, en annars-
veit eg engin deili á honum. Úlfur hefir veriÖ ein-
mastraSur. Voru fleiri slík skip til hér nyrðra um
þessar mundir, t. d. Blíðhagi og Sendlingur, sem
voru Fljótaskip báðir, en mun ekki hafa verið haldið
út þetta vor.
72- vísa. „Fljóta-Víkingur". Eigendur Jóhannes
i' innliogason formaður skipsins, Sveinn eldri, bóndi
1 Haganesi, og Sæmundur Jónsson á Yztamóti. Vik-
nigur var upphaílega einmastraður og lítið skip, en
var siðar stækkaður og gerður skonnorta. Ræfill af
honum er enn til 1934, sem uppskipunarbátur hér.
Jóhannes Finnbogason var lengi formaður á Vik-
Ingi, byrjaði formennsku á honum 18 ára gamall, en
hann var fæddur 1846. Jóhannes var talinn í röð
fremstu hákarlformanna norðanlands og afburða
stjórnari. Hann bjó lengi á Heiði í Sléttuhlíð. Jó-
hannes var sonur Finnboga Jónssonar, bónda í Stein-
hóli í Flókadal, og Margrétar Hafliðadóttur. Voru
Þe'r albræður hann og Hafliði sá, er formannavís-
ornar orkti, og eru þær orktar að tilmælum Jóhann-
esar. Börn Jóhannesar og konu hans, Dóróteu Mika-
elsdóttur, Ásta, Jón1), Pétur (dáinn 1930), Sveinn,
Helga og Þorleifur, fluttust öll til Siglufjarðar og
dengdust þar. Jóhannes kenndi allmörgum ungum
monnum siglingafræði. Meðal þeirra var Jóhannes
sonur hans, sem hann eignaðist áður en hann gift-
]st, og var formaður á Vikingi i nokkur ár, en fór
siðar til Ameriku. Formenn á Vikingi eftir þá feðga
Voru meðal annara Jón frá Kálfsá Magnússon, sem
drukknaði á Stormi, og Sveinn Pétursson frá Vik
1 Héðinsfirði. Víkingur var talinn sjóskip gott, en
gangtregur.
!) Höfundur þessara skýringa.