Blanda - 01.01.1936, Page 84
/8
haflega mun hún vera rituÖ á íslenzku. Sést af undir-
skriftunum, sem allar eru meö sömu hendi, aÖ frumritið
hefur eigi varðveitzt.
Lýsing þessi er bundin inn með öðrum sýslulýsingum
frá þessum árum, og er hún á blaðsiðu 200—206 í bók-
inni og heitir á dönsku: Historisk Beskrifelse over West-
manþe.
Lýsingar þessar eru nú geymdar í Þjóðskjalasafninu, og
er titill bókarinnar: Islands geografiske Beskrifelse. Var
riti þessu skilað hingað 1928, úr Rikisskjalasafninu danska.
Engin deili veit eg á höfundum lýsingarinnar, nema þeim
Böðvari Jónssyni og Natanael Gissurssyni. Böðvar Jónsson
var sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1740—1754, að hann
lézt (Sýslumannaæfir IV. 545, neðanmáls), en Natanael var
sonur séra Gissurs Péturssonar prests á Ofanleiti fyrir
og eftir 1700 (d. 1713). Hefur séra Gissur ritað merka
lýsingu á Vestmannaeyjum, sem nefnd hefur verið: Litil
tilvísan um Vestmannaeyja háttalag og bygging. (Lbs.
123, 4to. í Ny kgl. Saml. 1677 4to er og afrit eftir Sæ-
mund Magnússon Hólm, prest á Helgafelli (d. 1821), og
er hún með teikningum eftir hann til skýringar).
Til skýringar hef eg gert nokkrar athugasemdir við lýs-
ingu þessa.
(Jóhann Gunnar Ólafsson).
Vestmannaeyjar eru 13 aÖ tölu, en af þeim eru
að eins 5 grasi vaxnar. Eru þær suðaustur frá Rang-
árvallasýslu, um þrjár mílur frá meginlandi, og liggja
hér um bil á 62. breiddarstigi.
1. Heimaey (sem svo er kölluð) e'Öa byggða eyj-
an, er ein míla á lengd og hálf mila á breidd. Hring-
inn i kringum þessa ey eru þverhnípt björg og hömr-
ótt strönd, nema á þrernur stöSurn, þar sem hægt
er aS lenda fiskibátum1) i kyrru veSri, en þó ekki
hinurn stærstu, sem notaSir eru í eynni, nema í hinni
venjulegu höfn.
Fyrsta fjalliS til suSausturs á Heimaey er Helga-