Blanda - 01.01.1936, Page 86
8o
■og nor'Övesturs frá Heimaey. Verpir í þeim mikill
fjöldi af alls konar sjófuglum, og verður minnstur
hluti eggjanna eyjarskeggjum aÖ gagni, vegna hinna
miklu erfiðleika á að ná þeim.
í Vestmannaeyjum finnst hvorki rennandi- né
stöðuvatn, nema fáir litlir brunnar, sem í safnast
í rigningum, og þorrna upp aftur í þurrki. Að eins
á einum stað er hægt að fá svalt vatn, sem sitrar
úr fjallinu Heimakletti, og láta menn undir því
standa ámur og tunnur, er vatnið rennur í. Þetta
er þó lítið vatnsrennsli, en ágætlega bragðgott.
Síðan á siðaskiptatímunum hefur Vestmannaeyj-
um verið skipt i tvær sóknir3), nefnilega Ofanleitis-
og Kirkjubæjarprestakall. Þar hafa einnig verið
tvær kirkjur, og á þeim báðum beneficia á fyrri
öldum, og er enn þá hægt að sjá minjar þess. En t
núna eru guðsþjónustur að eins haldnar í einni kirkju,
til skiptis af báðum prestunum, og er kirkja þessi
kölluð Landakirkja. Var hún nýlega endurbyggð
1627, er árás Tyrkja bar að í Vestmannaeyjum, og
kirkja þessi var brennd.
Einn þingstaður er í eynni, sem venjulega er kall-
aður Vestmannaeyjaþingstaður, en að fornu Hvít-
ingaþing, og dró hann nafn sitt af tveimur hvit-
leitum steinum, sem eru þar.
Beztu hafnir í eyjunni eru þrjár. Tvær þeirra
eru ekki öruggar, nema fyrir fiskibáta í kyrru veðri.
Þriðja höfnin er ágæt, en innsiglingin nokkuð þröng.
Úr norðaustri leiðir hið mesta brim inn á hana,
vegna þess að höfnin liggur frá austri til vesturs
inn i Heimaey. Innan við höfnina er hinn rnikli
sand-Botn4), sem enn þá stækkar árlega, og dag-
lega í stormum, og brotnar mikið af graslendinu,
sem ekki virðist hægt að draga úr með nokkuru
mannlegu ráði. Norðan megin hafnarinnar eru hin