Blanda - 01.01.1936, Side 88
82
Það, sem erfiðast er við eyna, eru hin tíðu og
langvarandi brim við meginlandið, þangað sem íbú-
arnir verða óhjákvæmilega að leita síns bezta lífs-
viðurværis, eins og smjörs, kjöts, skinna og flest
allra lifandi skepna, sem til eyjarinnar koma, og
bíða margir mikið tjón vegna þessara miklu erfið-
leika.
Að því, er við kemur veikindum fólks, þá er þar
til fólk með sæmilegri heilbrigði og styrkleik. Oft
ber við á vertíðum og vorin, að fólk fær sár og
bletti á handleggi, hendur og fingur og þjáist mik-
að af þessu, þar til það verður heilt aftur.
Venjulega eru þar einn til tveir holdsveikir menn,
sem njóta framfæris af tíundinni og fátækratillag-
inu.
Ekki eru þar villimenn.
Óteljandi fjöldi er þar af allskonar fuglum, svo
sem örnum, hröfnum, smyrlum og stundum fálk-
um, auk allskonar sjófugla, sem vanir eru að koma
til íslands. Svanur og grágæs sjást þar sjaldan.
Tiginborið fólk eða aðalsfólk hefur ekki búið í
Vestmannaeyjum, svo menn hafi fullkomna vitneskju
um, nema hinir svonefndu umboðsmenn i hinum
danska Garði, (Garden). Meðal þeirra var hinn
merki maöur Hans Nansen6), sem sagt er, að fyrst-
ur hafi byggt Skansinn á sinn kostnað, og stend-
ur nafn hans höggið í tré yfir vesturhliði Skansins.
Tveir prestar hafa allt af verið í Vestmannaeyj-
um síðan um siðaskiptin, og einn sýslumaður7) hef-
ur síðan á tímum Kristjáns IV., 1635, haft eftirlit
í eynni, en hefur þó ekki allt af búiS þar.
Hvorlci fomleifar né slík minnismerki finnast þar,
nema aS eins hiS gamla fylgifé, sem er í Skansin-
um, og eru það nokkur hergögn, sem nú eru orðin