Blanda - 01.01.1936, Side 90
84
87)- Útvegur í Vestmannaeyjum hefur því veriS
minni 1895 en aÖ fornu.
2. Frá því um Tyrkjarán mun hafa veriÖ hald-
inn vööur á Helgafelli frá krossmessu á vorin til
krossmessu á haustin, vegna ótta viÖ ræningja, og
hélzt sú venja fram á 19. öld, að sögn manna. í
Vestmannaeyjalýsingu sinni segir séra Gizur Pét-
ursson frá verÖi þessum á þessa leiÖ: „UmboÖs-
maÖurinn lætur kalla frá Skansinum á hverju kvöldi
tvo menn, sinn frá hverju býli, eftir boðburði, verða
það með tómthúsmönnum þrjár umferðir á sumri,
með svo látandi orðum, að ef vökumenn sjái nokk-
ur ófriðar líkindi, stykkjum skotið af skipum, eða
báta frá þeim að landi róa, þá skal sá eini hlaupa
að Landakirkju, sem er rétt í veginum, og hringja
klukkunni, og síðan í Skansinn. En hinn annar gjör-
ir vart við á þeim næstu bæjum, og svo hver af sér.
Eina vörðu plaga þeir að hlaða hverja nótt, nær
þurrt er, til eins vitnisburðar, að þeir hafi þar verið
vakandi, en ei sofandi“ (Lítil tilvísun um Vest-
mannaeyja háttalag og bygging, Ny kgl. Saml. 1677,
4to, 1. kafli, og Lbs. 123, 4to, 1. kafli, prent. í viku-
bl. Víði I. árg. 28.—35. tbl. 1929). Oddur Magnús-
son í Sperðli, er hafði sýslu í Vestmannaeyjum, í
umboði Markúsar Snæbjörnssonar, lét árið 1670 dóm
ganga um vökuna (Sýslumannaæfir IV. 541, neðan-
máls).
3. Það er enda líklegast, að Heimaey hafi löngu
fyrir siðaskipti verið skipt í tvær sóknir. Að minnsta
kosti voru kirkjurnar orðnar tvær um 1269. Frá því
ári er til máldagi Kirkjubæjarkirkju (Fornbréfasafn
II. 66), og er þar getið Ofanleitiskirkju og einnig
Klemenskirkju, sem mun hafa staðið á Hörgaeyri,
sunnan undir Heimakletti. Var þar byggð ein fyrsta
kirkja á landi hér árið 1000 (Biskupasögur Bókm.-