Blanda - 01.01.1936, Page 91
85
fél. I. 20). Frá árinu 1606 er til samþykkt eyjar-
skeggja og konungsfulltrúa um fisktillag til viðhalds
kirkjunni í Vestmannaeyjum, og er þar komizt svo
aö oröi: „báðum prestum vorrar sóknar“ (Alþingis-
bækur ísl. IV. 30). Gæti þetta orÖalag bent til þess,
að rétt væri í lýsingunni, aö sóknum heftSi ekki fyrr
verið skipt, en ótrúlegt er, aiS prestunum hafi ekki
veriö ákveÖiÖ starfssvið, er þeir voru orÖnir tveir,
þó ekki væri vegna annars en ótta viB deilur milli
þeirra. Á fyrri hluta 19. aldar var sóknum skipt
þannig, aÖ undir kirkjubæjarkirkju lágu þessar jarð-
ir: Kirkjubær, Presthús, Oddsstaðir, Búastaðir, Vil-
borgarstaðir og Vesturhús, en undir Ofanleitiskirkju
aðrar jarðir og tómthús (ísl. Bókm.fél. nr. 19, fol.
bls. 60). Líkindi eru til, að skiptin hafi áður verið
með svipuðum hætti.
Ein kirkja hefur verið í Vestmannaeyjum frá því
árið 1573, Landakirkja. Var hún i fyrstu byggð á
kostnað prestanna, að því er næst verður komizt.
(Árni Magnússon: Embedsskrivelser, bls. 349—355
°S Alþingisbókur ísl. II. 283). Greiddu þeir fyrir
efniviðinn í hana 3 lestir fiska. Áður fyrr höfðu
Piestar þar ekki leigulausa jörð til ábúðar, heldur
bjuggu á prestssetrunum, Ofanleiti og Kirkjubæ, með
sömu kjörum og aðrir leiguliðar í Vestmannaeyj-
um. Árið 1545—1546 mun annar presturinn í Vest-
niannaeyjum hafa látizt. Vildi þá Otti Stígsson hirð-
sfjóri, að framvegis yrði þar aðeins einn prestur.
Gizur biskup Einarsson lagðist fast á móti þessu,
en fékk ekki rönd vi'ð reist, og gengur þá inn á, að
Prestarnir greiði landskyld af ábúðarjörðum sínum,
sem aðrir leiguliðar, sýnilega eingöngu vegna þess,
að hann vildi, að þar yrði tveir prestar, svo sem
venja var til (Fornbréfasafn XI. 462—463). í bæn-
ai skrá Odds biskups og 15 presta til konungs frá