Blanda - 01.01.1936, Page 93
87
flest, eftir því sem venja hefÖi veriÖ þar að fornu.
Þegar hestar voru fleiri en 16, skyldu þeir falla
'Undir umboÖsmann konungs, „hvort hann villdi eign-
azt þa eda giöra annat rad fyrer þeim. nema hiner
hefdi burt flutt innan xiiij natta ath færu vedre“
(Fornbréfasafn IX. 478). í Vestmannaeyjum er ör-
nefni eitt, er Kaplagjóta nefnist. Er þaö þröng rás
fnn með Dalfjalli, og er sagt, að þar hafi „óskila-
færleikum" veriö „hrundið ofan í sjóinn forðum“
(Lbs. 123, 4to, XII. kap.).
6. Árið 1586 býður Friðrik II., með bréfi 18.
apríl 1586, Hans Holst skipstjóra sinum „at bygge
et Blokhus paa et belejligt Sted ved Havnen paa
Vespenþe", og sézt af reikningum umboðsmanns kon-
ungs frá því ári, að „skandters" hafa þá verið byggð-
lr þar, en ekki verður af neinu ráðið, hvar þeir
hafa verið byggðir. Líklegt er þó, að þau mannvirki
Fafi verið hinn fyrsti vísir til Skansins, og verið lögð
1 rústir af Tyrkjum árið 1627, því vitanlegt er, að
Skansinn var endurbyggður á árunum 1630—1637.
Stóð fyrir byggingu hans Jens Hasselberg, setn var
11111 þær mundir verzlunarstjóri íslenzka verzlunar-
félagsins og umboðsmaður konungs í Vestmannaeyj-
■um. Farast Gisla biskupi Oddssyni svo orð um hann
1 riti sínu: De mirabilibus Islandiæ, XXIII. kap.,
■u’ð hann hafi verið frægur kaupmaður, og haft ýmis-
legt það fyrir stafni, er til nytsemdar horfði. Með-
annars hafi hann látið endurreisa verzlunarhús
°S íbúðarhús Dana þar í Eyjum úr rústum, eftir
að Tyrkir höfðu verið þar og brennt þau. Jafnframt
Lafi hann víggirt þau til þess að verjast árásum
ræningja, en eins og kunnugt er, stóðu verzlunar-
Fúsin lengi vel inni í Skansinum. Hans Nansen var
S1ðari hluta æfi sinnar borgarstjóri í Kaupmanna-
Löfn, og var hann einn af hluthöfum íslenzka verzl-