Blanda - 01.01.1936, Page 98
92
var, en Elín hét hún1), komin af Snóksdalsætt. MeÖ
henni átti hann margt barna, og voru það allt synir,.
meðal hverra Siglinga-Hannes, er dó á Fellsströnd,.
og ein dóttir, er Steinunn hét. Hún var kölluð fríð
sýnum og allvænn kvenmaður. Jón var blendina
mjög og kallaður illmenni og harðgerr.
Maður hét Guðmundur. Hann var Teitsson, mik-
ill maður og sterkur; spaklyndur var hann, en kall-
aður nokkuð kaldlyndur. Hann var fyrir búi með-
móður sinni, Ástríði, þar sem heitir á Hellu. Hann
hafði beðið Steinunnar Jónsdóttur, en ekki fengið.
Var þá móðir hennar fyrir nokkru önduð2), og var
hún bústýra hjá föður sínum. En nú henti það sig,að<
Jón bauð Guðmundi dóttur sína, en það bjó undir,
að hún fór kona ekki einsömul, og var það af völd-
um Jóns föður hennar. Beiddi hann þá Guðmund
að eiga hana og gangast undir barnið, en hann vildi
ekki, og mæltist það síðan illa fyrir, þar sem líf
stúlkunnar og föður hennar lá við. Jón lét það ekki
á sér festa. Og var það þá um þær mundir, að hann
kvaðst þurfa að fara kaupstaðarferð til Stykkis-
hólms. Beiddi hann Guðmund að fara för þá með
sér, því að það má heita á næsta bæ3), og varð það.
Settu þeir þá fram bát, og voru ei fleiri á honum
en þeir Jón, Guðmundur og Steinunn. En er þeir
komu út á Breiðasund, kom í deilu með þeim, og
1) Hún var Aradóttir, sonardóttir Teits sýslumanns Ara-
sonar á Reykhólum, og systir, sammæðra, Ólafs Snókdalín
ættfræðings, og andaðist í Skoravík 2. maí 1790, 41 árs.
(Pr.þj.bók Staðarfells).
2) Það hefur orðið að vera haustið 1790J eða veturinn
1790—91. Hefur Guðmundur þá verið 27 ára, en. Stein-
unn 19 ára.
3) Það er Hella og Skoravík.