Blanda - 01.01.1936, Page 99
93
hefur það, að líkindum, verið út af hinum sömu
málum, því mjög fátalaður var GuÖmundur síðar
um för þá. Flugust þeir þá á i bátnum, og var sem
það hefði búið undir ferðinni, að ekkert þeirra skyldi
aptur koma. Steig Jón þá í sviptingunum út á borð-
■stokkinn og við þaS hvolfdi bátnum. GuSm. komst
á kjöl, en Jón náði um fætur honum og vildi draga
hann niður, því að ekki var honum sjálfum um að
-gera að komast af. Tók hann svo föstum tökum,
að Guðmundur gat ekki losað hendur hans og þó
haldið sér á bátnum; gat hann þá tekið hníf úr vasa
smum og lokið upp með tönnunum. Skar hann þá
á fingur Jóns, þar til tök hans losnuðu; sökk hann
þar niður, en Steinunn flaut út eptir sundi, og er
sagt, það hafi valdið, að langt var komið á leið með
þunga hennar, og vita menn ei rneira til hennar1).
Komst Guðmundur af, og getur ei um ferð hans
Ur því, fyrr en hann kom heim aS Hellu. En þaS er
sógn önnur eptir Guðmundi Teitssyni sjálfum, er
hann átti að segja séra Eggert á Ballará, en maður,
er hlustaði á hana, sagði séra Friðrik Eggerz, en
hún var þannig, að Jón hefði stýrt út sundið, en
Guðmundur haldið dragreipinu. Guðmundur vildi
lækka, en það vildi Jón ekki, og fór þá Guðmundur
aÖ sínum ráðum í því. Lenti þá í deilu og loks á-
flogum með þeim, og sté Jón á borðstokkinn, svo
aÓ bátnum hvolfdi; komst fólk á kjöl, en bátnum
i) Það var 27. okt. 1791, sem þau Jón og Steinunn
drukknuÖu. Jón þá sagður 50 ára (f. c. 1741), en Stein-
aan 20 ára. Skv. prestsþjónustubók StaSarfells 1785—1817, í
t>j skj. Er þar
sagt, aö þá hafi einnig drukknaS meS þeim
ESginum Jón Ásgeirsson yngri, 53 ára, ekkjumaSur frá
breiðabólsstað (á Fellsströnd) og hlýtur það að vera rétt.
<H. Þ.).