Blanda - 01.01.1936, Page 100
94
sneri, og losnaÖist þá Steinunn viÖ hann. í annaÖ sinn
komust þeir Jón og GuÖmundur á kjöl, en þá er
bátnum sneri enn, heföi Jón þó vilja'ö komast af, en
ekki náð í bátinn, og greip þá um fót Guðmund-
ar og fór þá, sem áður segir. Komst Guðmundur
þá upp í bátinn og gat náð Dagmálaey, en hún er
fyrir sunnan vog i Hrappsey. Var þá (að sögn Guð-
mundar) Jón og Steinunn þar fyrir, apturgengin.
RéÖst Jón þegar á Guðmund, og sagði hann, að
ólykt sú, er af Jóni lagði, hefði mest bugað sig, c
svo augnaráð hans, en stirður hefði hann verið eins
og trékarl. Komst svo Guðmundur nauðulega til bæj-
arins og sagði Boga gamla, er þar bjó þá, og var
í bæjardyrum, frá vandræðum sinum; en svo hafði
áleitni Jóns verið mikil að fara í bæinn, að Bogi
hefði vakað alla nóttina og naumlega getað varið
bæinn fyrir apturgöngu Jóns. Þá er Guðmundur
hafði verið nokkurn tima í Hrappsey til að ná sér,
hélt hann heimleiðis til Hellu. En er hann kom að
svonefndum Þrívörðum fyrir innan Staðarfell, var
mjög myrkt orðið. Kom þar Jón Skorvíkingur móti
honum, og réðust þeir á og glímdu; fékkst Guð-
mundur við hann, en ekki er getið um viðskipti
þeirra, en þá hann kom heim, voru föt hans ná-
lega öll rifin, og víða var hann blár og illa útleik-
inn. Lá hann eptir för þá og sagði trúnaðarmönn-
um sínum af hljóði, hvernig farið hefði. Mjög þótti
Guðmundi leitt, að reykur Jóns slæddist með hon-
um. En bæði í Skoravik og annars staðar þótti verða
vart við reimleika eptir Jón, þótt mest bæri á því í
aðsókn að Guðmundi. — Guðmundur bjó síðar á
Kvennahóli og andaðist þar 1826.1)
1) Er þá talinn 67 ára, en hefur ekki verið eldri en
63. Vafalaust eru frásagnir hans um viðureign sina við apt-