Blanda - 01.01.1936, Page 102
96
•ar eg ætti aÖ innganga hófsemdarfélagið (það er
að skilja fullkomið bindindi), þá yrði það mitt fyrsta
loforð, að gefa engum manni brennivín, og það á
■eg hægt með að efna, þvi eg er aldrei örlátur mað-
ur, en hinu, að eg skuli aldrei smakka það sjálfur,
lofa eg ekki að svo komnu, því — ef eg er kominn
svo langt í þekkingunni, að mega álíta mig frjálsa
sköpun, þá ætti eg að lofa sjálfum mér því fyrst,
að drekka ekki brennivín mér til skaða og skamm-
ar, og geti eg ekki efnt þetta við sjálfan mig, ætla
eg óþarfa, að vera að mála það loforð á pappir....
Hér eru að vísu margir sóknarbændur, en þeir beztu
og skynsömustu af þeim vilja eiga ráð á sjálfum sér,
svo vel í þessu sem öðru .... Hér með fylgja tvær
vísur, sem Jóhannes m(inn) á Skatastöðum orti,
þegar talað var um hófsemdarfélagiS, og hefur hann
■beðið mig að draga þær ekki i hlé“. Þær eru svo-
ilátandi:
Drykkjuskapur og ofát
eins hefur verkun sína;
hef eg aldrei hóf né mát
hitt um æfi mína.
Undirgengst eg ei þann kross
í elli minni að bera,
sem þjakar bæði og þvingar oss,
það má skrattinn gera.
Jóhannes á Skatastöðum.1)
i) Jóhannes Jónsson bjó rúm 20 ár (1835—1856) á
Jskatastöðum í Ábæjarsókn, en fyrir og eptir á Vindheim-
um í Tungusveit, og andaðist þar 6. júnx 1862, 75 ára
gamall. Stjúpsonur hans var merkisbóndinn Eiríkur Eiríks-
so'n á Skatastöðum (f 1893). Jóhannes hefur verið rúmlega
hálfsextugur, er hann orti visur þessar, sem til minningar