Blanda - 01.01.1936, Page 109
103
Hér viS hefi eg þessu aS bæta: Stefán Eiríksson
á IíöskuldsstöSum (d. 1929) sagði mér, aS Marsibil
móSir Bólu-Hjálmars, hefSi dáið í Djúpadal hjá
föSur hans, Eiríki hreppstjóra Eirikssyni, og hún
þá veriS hreppsómagi. SagSi hann, að faSir sinn hefSi
tekiS hana á heimili sitt fyrir bænastaS Hjálmars,
sem vildi helzt hafa hana þar. Eigi mundi Stefán,
hvert ár hún hefSi dáiS, hefir hann þá líka veriS
barn aö aldri, er hún lézt (fæddur 1838).
Fyrir skömmu hafSi eg undir höndum gamla
hreppsbók Akrahrepps (sem byrjaSi fyrir 1840). Á
omagaskrá hreppsins fardagaáriS 1841-—42 er nr. 16
Marsibil Semingsdóttir í Djúpadal, aldur ekki til-
greindur, en meSlag 160 fiskar. Ekki finnst hún
fyrr í þeirri bók1). Næsta fardagaár 1842—43 er
Marsibil á sama bæ, meS sömu meSgjöf, en aldur
talinn 78 ár, sem er rangt, sbr. hér aS framan. ÞaS
ar er hún nr. 10 á ómagaskránni. Á næsta ársreikn-
Jngi hreppsins yfir fátækra „inntektir og útgiftir“
(fard.áriS 1843—44) er í ,,inntekta“-dálki, stafl. 7
^.afgangur af meSgjöf ómagans nr. 10 í fyrra 140
fiskar“. Hefir þá Marsibil veriS dáin. Sýnist svo
eftir afgangi meSlagsins aS dæma, aö hún hafi dáiS
skömmu eftir fardaga 1842, eSa snemma á því sumri,
Þá 73 ára, e'ða á 73. ári. Er þá hér með til enda
rakinn hinn hrakningssami æfiferill Marsibilar
Semingsdóttur.
0 Samkvæmt hreppsbókinni voru ennfremur lagðir Mar-
s'bil til framfserslu 80 fiskar á þessu ári af dóttur henn-
ar. sem hét Kristjana Skúladóttir og var hjónabandsbarn
Marsibilar. Kristjana átti Stein á Þorljótsstöðum í Skaga-
fjarðardölum (Vesturdal) Steinsson á Þorljótsstöðum,
Ormssonar. Afkomendur þeirra eru flestir í Skagafirði. —
f fyrrnefndu ágripi af æfi Bólu-Hjálmars nefnir dr. J. Þ.
ekki Kristjönu, þar sem hann telur börn Marsibilar. Virð-
lst svo, sem honum hafi ekki verið kunnugt um nafn hennar.