Blanda - 01.01.1936, Page 110
104
2. Vísa Péturs prófasts.
Halldór Kláus iBrynjólfsson, bróöir Þóru konu
Péturs prófasts á Víöivöllum, Péturssonar, var tví-
giftur og átti fyrr Hólmfríði Þorláksdóttur auðga
á Stóruvöllum Símonarsonar. Halldór hafði ekki þótt
fésýslumaður og kallaður auðnulitill; var þó margt
vel um hann. Fylgdi prófastur fast fram, að þessi
ráðahagur Halldórs tækist, því erfa mundi Hólm-
fríöur fé mikið og álitlegur kvenkostur aö ýmsu
öðru. Varð brátt afarstirðleg sambúð þeirra Hall-
dórs, bjuggu þó saman allmörg ár. Kom þó svo, að
þau skildu að lögum. Nokkuru eftir skilnaðinn var
Hólmfríður við messu á Miklabæ. Mislíkað hafði
prófasti skilnaður þeirra Halldórs, og kenndi Hólm-
fríöi um, sem og fleiri geröu. Þegar Hólmfríöur
eftir messu kom út úr kirkjunni, flaðraöi hundur
Halldórs Kláusar upp um hana með vinalátum, en
hún stjakaði honum frá og sveiaði honum. Prófast-
ur var þar nærstaddur, sá þetta og orti þá visu:
Þessi hundur, Hólmfríður,
hefir lundar tryggðir.
Mikil undur! Manneskjur
miður stunda dyggðir.
Vísa þessi er í Blöndu IV., bls. 336, eignuð Hall-
grími lækni. Vera má, að Hallgrímur hafi kunnað
visuna og mælt hana fram, en húsfreyja — eða aðr-
ir — álitiö, að Hallgrímur hafi ort hana. — [Þessi
tildrög visunnar sagði Elízabet Jónasdóttir, dóttir
fyrrnefndrar Hólmfríðar, Stefáni Eiríkssyni á Hösk-
uldsstöðum, og er þetta ritað hér eftir hans sögu-
sögn. Elísabet dó 1903, 78 ára. Hún var móðir Sí-
monar Dalaskálds. Hann taldi einnig Pétur prófast
höfund vísunnar og tildrög hennar, eins og framan
greinir].