Blanda - 01.01.1936, Page 112
io6
urnar um nöfn sín (sbr. Blöndu IV., bls. 311), en
'SÚ sögn er hæpin, því sr. Sigfús dó 1803, þá 74
ára, en þá hefir Hallgrímur verið nokkuð innan við
tvítugt.
Þessa vísu orti Espólín sýslumaður Skagfirðinga,
og er svo að sjá, sem honum hafi þótt mikið koma
til Hallgríms og kveðskapar hans:
Þig hef ég löngum metið mest,
menn þó séu fræknir,
Skagafjarðar skáld eitt bezt
skilst Hallgrímur læknir.
Þegar Hallgrímur bjó á Keldum í Sléttuhlíð, fór
hann eitt sinn um Fljót og hitti þar stúlku hjá seli
nokkru. Um fund þeirra orti Guðmundur Jónsson
á Hamri í Fljótum fjórar vísur, heldur mergjaðar
og óheflaðar. Guðmundur þessi orti mikið, og er
margt enn til eftir hann. Er það allmisjafnt að gæð-
um, eins og gengur. Móti vísum þessum orti Hall-
grímur vísnaflokk, er hann nefndi „Aldarhátt hinn
nýja“, kveðinn á Keldum 1821, er hann vel kveð-
inn, en all harðorður. Strax þar á eftir kom á gang
annar vísnaflokkur, er nefndist „Aldarlýsing", og var
kveðinn á móti Hallgrími. Vissu menn eigi fyrst
gjörla, hver ort heföi, en siðar vitnaðist, að Guö-
mundur á Hamri var höfundurinn. Þá bjó í Kýrholti
í Viðvíkursveit Hannes stúdent Bjarnason, síöar
prestur á Ríp. Komst „Aldarlýsing“ brátt í hendur
lians og fannst honum fátt um skáldskapinn og kenn-
ingar ýmsar í bragnum. Orti hann nú á móti „Aldar-
lýsingu“; var það vísnaflokkur og nefndist „Aldar-
lýsingar útásetning“, kveðinn í Kýrholti 1821, og er
„Aldarlýsing" þar rifin og tætt í sundur, — ef svo
■mætti að orði komast — frá upphafi til enda. Þetta
■eru síðustu vísurnar hjá Hannesi: