Blanda - 01.01.1936, Page 120
114
urinn á jólaföstu, aS Gísli stóÖ hjá fé sínu, sem siÖ-
ur er til nyrðra, en konur unnu tó í baðstofu. Var
hríðarveður norðan. Gekk þá maður nokkur inn á
baðstofugólf í hempu síðri og var alsnæugur, kast-
aði hann kveSju á konurnar og mæltist um leið til
gistingar. Kona Gísla mælti: „Ei munum við geta
dregið þig út.“ Komumaður mælti: „Einhvern tíma
hefðu verið þeir dagar, að ekki hefði eg verið dreg-
inn út af kvenvæflum fáum.“ Þótti konunni hann
alldjarflega láta. Hann spurði þá, ef karla væri á
bænum ; þær sögðu bónda að fé; var þá nær alrökkv-
að. í því kom Gísli bóndi, og rak fé sitt til bað-
stofu; voru það sauðir hans eða geldingar. Varð
þeim Gisla hverft, er þeir litu komumann á gólfi;
var og borið inn ljós áður, því myrkt var orðið.
Bónda varð það, að hann bölvaði og spurði, hvað t
fyrir stæði. Förumaður sá kom inn með bónda, er
Jón hét, kallaður Vigguson. Komumaður bað bónda
láta hyggilega, og varð þó sem bilt viö, er hann leit
j?á tvo og sveininn Jón Gíslason hinn þriðja, er verið
hafði í fjárhúsum um daginn að tína ló og raka
mylsnu til íburðar. Komumaður bað þá húsa, en
bóndi svarar stutt, lézt þó ei nenna að vísa honum
út í náttmyrkur í illviðri, en kvað ærna slíka gesti.
Komumaður spyr, ef l)óndi gæti gefið sér bragð
af tóbaki; hann kvaS þaö vísast og rétti honum
mola. Blíðkaðist hann við og tók að ræða við bónda
og leika við son þeirra hjónanna, er þá var allung-
ur og Sigurður hét. Bóndi spurði hann að nafni; (
kvaSst hann Þorsteinn heita og vera eyfirzkur, en
vera sendur á Vestfjörðu að vitja arfs nokkurs, og
hafa villzt af leiö, sakir ókunnugleika. Var hann
þar um nóttina, og gerði ei mein af sér, fór síðan
á burt daginn eftir. Höfðu menn það fyrir satt, að
þessi maður væri Arnes útileguþjófur, því að lýs-