Blanda - 01.01.1936, Page 121
]ng hans bar saman, er út kom frá alþingi fyrir
þrem árum síÖan, og var hún þá komin um flestar
sýslur. SauSskinnum stal Arnes þar í dalnum á ein-
um bæ, og á öðrum kom hann í eldhús, þar kona
íleytti af reyktu kj öti; greip hann flotiÖ og drakk
°g fór brott síÖan.
Nú bjó sá maSur aS GilsstöSum í Vatnsdal, er Sig-
valdi hét, rammur aÖ afli, svo aÖ fáir mundu hans
hkar þar um sveitir, og það hafa sumir sagt, aÖ
^tt fengi hann stillt afli sínu og nær lægi honum
hamremi, ef hann reiddist, er sjaldan bæri aS, því
spaklyndur var hann hversdagslega. Helga hét kona
hans og segja menn, aÖ hann mætti ekki snerta hana,
væri hann við öl og eigi stilla afliÖ; getur hans meira
1 Húnvetningasögu. — ÞaÖ var nær þessum tíma,
að Sigvaldi kom út á bæ sínum nótt öndveröa, og
varð þess var, aÖ maður rauf skemmu hans. Sigvaldi
þveif til hans og hnykkti undir sig, þvi aflsmunur
var ærinn; var maður sá lítill og knálegur og skjót-
*egur í bragði, þó eigi fengi hann staðizt Sigvalda.
^att Sigvaldi hann við stoðina, því einn varð hann
°hu að ráða með þeim, og stóð hann þar við nótt
alla. Sagði hann þá til sín, og var það Arnes. Bað
hann Sigvalda eirðar1). Nennti Sigvaldi þá ekki
a<5 draga hann til yfirvalda, og sleppti honum og
gaf málsverð, réð honum að forða sér og glettast
ekki við sig optar. Hét Arnes því og fór brott síðan.
Nú höfðu fundizt fyrir einum vetri peningar syðra
ePtir Arnes þjóf. Voru þaS 20 spesíur, 8 dalir krónu-
verðir og 12 dalir sléttir. Hét Þorkell bóndi sá Tóm-
asson, er þar var við riðinn, og bjó að Saltvík á
Kjalarnesi2). ÞaS1 segja menn, að Arnes stæli fyrst
O = vægðar.
2) Hann hefur síðan flutt þaðan að Hofsstöðum á
Álptanesi.
8*