Blanda - 01.01.1936, Page 122
n6
alllengi, áður hann lag'ðist út. Hélt hann þá fyrst
til í Esjunni á Kjalarnesi; sáu menn hann þar ekki
allsjaldan á sumrum í hita, fáklæddan, aS afla sér
til eldiviðar að sjóða sér það, er hann stal, ella hljóp
hann í byggS ofan aS gripa sér vistir og annað,
er hann við þurfti. Það hafa menn og sagt, að opt-
ast ætti hann hæli einhvers staöar í byggSunum,
þegar honurn lægi mest viS, og margt haf'öi hann aö
sýsla við Þorkel bónda i Saltvík. VarS þaS nú bert,
aS Arnes leyndist í Esjunni. Sendi GuSmundur
sýslumaður Runólfsson menn a'ö grípa hann, ásarnt
Þorkeli. Tóku þeir Þorkel, en Arnes komst á hlaupi
undan, og höfSu þeir hans ekki. Voru honum og
allar leiSir kunnar á fjöllum uppi og heiSum. Þor-
kell viSurkenndi fyrir GuSmundi sýslumanni, aS hann
hefSi haldiS Arnes á bæ sínum langa tíma og variS
fyrir hann 13 rd., og keypt fyrir þá af mörgum
mönnum ýmsa hluti. Bar Þorkell þaS ]x5 fyrir, aS
hann vissi ekki af stuldum og útilegum Arnesar, en
þaS var sannaS í héraSi, aS Þorkell færi leynilega
meS kaupskap þann, er til þinga kom, og hann hafSi
fyrir Arnes. Dærndi þá Guömundur sýslumaöur1)
Þorkeli aS hýSast viS staur (kaghýSingu), brenni-
merkjast og þrælka æfilangt í Kaupmannahafnar
þrælkunarhúsi, er Brimarhólmur var kallaS. SkotiS
var þeim dæmi til konungsnáöar á alþingi2), og
varö Þorkell laus viö þrælkunina, en varð síöan
aS greiSa ærnar sektir.
Arnes lá enn úti á Esjunni nær 2 sumrum, aö
taliS er, áSur menn fóru aS honum og ætluSu aS
grípa hann. Náöu Kjalnesingar allri matbjörg hans,
en sjálfur komst hann á handahlaupum undan. HafSi
1) Sá dómur gekk á Hausastööum 26. júní 1758, sbr.
Alþb. 1759 nr. 241.
2) Sbr. Alþb. 1759 nr. 24’.