Blanda - 01.01.1936, Page 123
hann þá ekki matar nokkur dægur, og þó átt æri'S
harðan kost áður; þorði og eigi ofan í byggð a'S
ráða að stela eður ræna sér til bjargar. Lét hann
þá að lyktum fyrirberast á Botnsheiði, skammt frá
vegi, er liggur upp Síldarmannagötur yfir heiðina
ofan að Bakkahól i Skorradal gegnt Fitjum. Mjög
var Ames þá máttfarinn og skólaus. Þoka var á
dimm, og varð hann var við mann. Herti Arnes þá
upp hugann, og þóttist nú þurfa á hann að ráða,
ella farast með öllu að öðrum kosti; sér hann þá,
að hann hefur plögg góð. Hittust þeir nú og spyr
hvor annan að heiti. Arnes sagði til sín það, sem
honum sýndist, en ekki það, sem var, en hinn kvaðst
Bergsteinn heita frá Bræðratungu1). Hann var mað'-
ur örr af fé og jafnan vel snauðum mönnum; sýnd-
ist honum maðurinn göngumannlegur2) og litt við
kominn, og bauð mat að eta. Þáði Arnes það, sem
líklegt var; Bergsteinn gaf honum og sokka og skó;
skildu þeir við það. Sagði Ames svo síðan, að góð-
verk mundi slikt verið hafa, þótt hann væri spellvirki.
Svo er sagt, að Arnes hafi þegar í æsku verið
óþýður og grimmur i skapi og fégjarn mjög. Að
útliti var hann lágur vexti og þrekinn, kringuleit-
ur i andliti, og þó kinnbeinahár, hökustuttur, snar-
og dökkeygður og svartur á háralit og velti við tölu,
er hann talaði, og ber lýsingu þeirri að mestu leyti
saman við lýsingu hans á alþingi síðar. Snar var
hann og manna fóthvatastur, svo að fáir hestar
mundu hann á hlaupum taka. Það var einhverjú
sinni, er hann var um tvitugsaldur, að bónda nokkr-
1) Bergsteinn GuSmundsson var aS vísu bóndi í Bræðra-
tungu, en með því að hann er ekki fæddur fyr en 1750,
hlýtur hér að vera einhver missögn.
2) þ. e. likur förumanni.