Blanda - 01.01.1936, Side 124
n8
um varö vant tveggja sauöa; voru þeir skjarrir1)
mjög, svo enginn gat þá höndlað og héldu sig í Krvsu-
víkurfjöllum. Bóndi lcvaðst mundu gefa þeim ann-
an sauðinn, er næði báðum. Bjóst þá Arnes að leita
sauðanna, fann þá og átti við þá langa elting sunn-
an af fjöllunum og náði loks báöum á Mosfellsheiði,
flutti þá til heimkynnis sins og notaði, en ekki hitti
hann bónda. Varð hér um rómur mikill, og þrætti
Arnes þar fyrir, og kvað betra, að hann nyti þeirra
en enginn. Krafði þá bóndi verðs fyrir annan sauð-
inn, en Arnes synjaði þess, og lézt ekki sleppa mundi
því, cr hann hefði þannig náð með fráleik sínum
eptir veturnáttaskeið. Lézt þá bóndi mundi klaga
hann um mál það, er færi gæfist. Fór þá Arnes að
sunnan og hafðist við í kaupavinnu í Fljótshlíð aust-
ur, og varð þá ekki af sauðamálinu, en ráð Arnes-
ar varð þá á reiki, og var i ýmsum stöðum i yfir-
hylmings lausamennsku, og græddist honum fé og
peningar, til þess hann á einhverju hausti, er hann
kom úr kaupavinnu, var ryktaður um stuld á mó-
kollóttri á geldri, og varð hann ekki skír í því máli.
Fór hann þá úr Kjósarsýslu eða Kjalarnesi og Mos-
fellssveit og dvaldi í ýmsum stöðum austanlands og
upphélt sér á smíðum, því einkum var hann hag-
ur á tré, reri hann þess á millum til fiskbjargar, en
þess á milli tók hann fé manna til vöktunar, en
hvergi staðfestist hann lengi og gekk svo um hríð,
unz Arnes hvarf á brott, svo enginn vissi, hvað um
hann varð. Um þessar mundir var bóndi nokkur frá
Sjálandi2), er hafði á hendi vöktun þófaramyln-
unnar, er byggð var í Hellisánum syðra. Það var ein-
hverju sinni, er bóndi reis snemma og gekk til mylnu
1) = fráir, styggir.
2) þ. e. Hans Nielsen.