Blanda - 01.01.1936, Page 126
120
yfir árnar. Snær var fallinn og rnátti gerla sjá
mannaförin. Runnu þeir nú eptir Arnesi og voru
30 saman, flest vefarar frá Reykjavík1), og röktu
þeir nú för hans allt aÖ HofsstöÖum, og sá Arnes
allt til ferÖa þeirra. HafÖi hann þá á hlaupi af bæn-
um yfir VífilsstaÖa- eða Hraunslæk2) og allt í
Garðahraun, og gæddu þeir eptirförina, en hann
stiklaði um hraunið á strýtum, svo að ógerla sáust
för hans, og skildi þar þá nótt með þeim, og falst
hann í hrauninu um nóttina. Voru þá menn send-
ir til Hafnarfjarðar og um allar byggðir á Álpta-
nesi og i Garðahverfi, og skipuðust þeir kringum
hraunið um nóttina. Leituðu þeir svo dag hinn næsta
og urðu einskis varir og hurfu við það aptur. En
bóndi á Hofsstöðum3) og kona hans, er grunuS voru
um bjargir viS Arnes, voru höndluS og dæmd í þræl-
dóm. Mun þá Guðmundur Runólfsson hafa gegnt
sýsluverkum i Gullbringusýslu. Meðkenndust þau að
hafa hýst hann um 2 ár eður 3, soðið fyrir hann
og þjónað honum, en miklir stuldir höfðu um þær
mundir veriS á fé manna á kringum byggjandi
bæjum.
Frá Arnesi er svo það að segja, að eptir að leit-
inni hætti, fór hann úr hrauninu, og gróf hann þar
áður nokkuð af eignum sínum. Leitaði hann þá í
Akrafjall og hafðist þar við um tíma. Tóku þá
bændur um Akranes brátt að knurra um stuldi á
fé sínu. Einnig voru þá mjög illar fjárheimtur um
Leirársveit. Þar var Arnes um 3 ár, og er sögn
kunnugra manna, að hann hafi notið skýlis hjá bónda
þeim, er bjó að Fellsöxl; er það bær við fjallið.
1) Sá vefarafjöldi er sennilega orSum aukinn.
2) þ. e. Hraunsholtslæk.
3) þ. e. Þorkell Tómasson, sem fyrr er getið, en ekki
sést, aS kona hans hafi veriS dæmd.