Blanda - 01.01.1936, Page 127
121
Drógu menn það til líkinda, að síðla á kveldum
sást maður á gangi frá fjallinu; einnig hurfu þvott-
ar á bæjum. Var þá almenn leit ger um vorið og
mannsafnaður hinn mesti. Voru þar 2 og 3 saman
í leitinni, og var þá Arnes mjög svo nauðuglega
staddur á fjallinu. Tók hann þaS ráðs að leynast i
leitina, en það bar svo til, að á fjallinu var einn
leitarmanna, er batt skóþveng sinn og dvaldist hon-
um. Á meSan fór Arnes til förunauts hans, en hinn,
er eptir dvaldi, sá í öSrum staS mann einstakan,
meinti, aS vera mundi félagi sinn, en vonum bráS-
ar kom þar samleitarmaður hans, segir sá hinum
frá, að misst hafi sá förunauts síns, er gengið hafi
á gægjur um klettana; gekk þá Arnes vel fram í
leitinni. Svo hafði verið ráð fyrir gert af fyrirliða
flokksins, að allir skyldu leitarmenn matast um kveld-
ið á hinum vestasta hól fjallsins, en er þeir ganga
skyldu á hólinn, leyndist Arnes frá förunaut sín-
um og lést þurfa að ganga að álfrekum; gekk þar
samleitarmaður hans seinastur á hólinn. Kallaði þá
fyrirliði, hvort allir mundu þar komnir. Þeir kváSu
já viS, utan aS einn hafSi þar lítiS eptir dvaliS. Var
þá fólk talið og var einskis vant. Þóttust menn þá
skynja prett Arnesar, og að hann hefði með þeim
í leitinni verið. En frá honum er það að segja, að
tyrjur sínar sótti hann í fjalliS og var þrem nótt-
um síðar kominn í Hafnarskóg; fól hann áður hið
mesta fjár síns i fjallinu. Og sagði svo Arnes síð-
ar frá, að þar ætti hann 18 fjórðunga smjörs í einni
klettaskoru. Arnes dvaldi til þess sumarið eptir i
skóginum og á Skarðsheiði1), og treystist hann þá
ekki lengur til að dvelja i því byggðarlagi. Leitaði
1) Það hefur líklega verið um það leyti, sem hann var
á Botnsheiði, og áður er getið.