Blanda - 01.01.1936, Page 129
123
um land komin lýsing þeirra, þóttust aðrir bera
kennsl á þá, og kvis var á komið, að þeir mundu
dveljast með bændum nyrðra. Lét þá Strandasýslu-
maður (Halldór Jakobsson) safna mönnum og leita
að híbýlum þeirra. Voru þeir margir saman og komu
um nótt að skálanum. Lágu þeir Þorsteinn og aðr-
ir óviðbúnir, og voru j?eir þar handteknir. En það
er frá Arnesi að segja, að er hann varð þess var,
að menn skipuðust fyrir skáladyrnar, stökk hann
ur fleti sínu — því jafnan lá hann í nærklæðunum
greip exi, er lá í skálanum, sveiflaði henni kring-
um sig, og stökk út úr mannþrönginni og hrukku
allir fyrir, og misstu ]>eir hans |>ar. Fór j)á Arnes
huldu höfði til sýslumanns nokkurs fyrir norðan
land, og beiddi hann ásjár1). Fór þá sýslumaður sá
nieð hann til aljmigis. Voru þar bornar sakir á Arn-
es, en hann þrætti fyrir alla stuldi, nema á mókoll-
óttri á. Var hann þá dæmdur í æfinlegt tukthús hér
í landi og þangað settur. Var þar þá danskur mað-
ur tukthúsmeistari; hét sá Brun, og kallaður hið
mesta illmenni; barði hann að sögn marga fanga til
dauðs. Arnes kom sér i kunnugleika og vinfengi við
hann, svo þar kom, að Brun setti hann öðrum föng-
um til gæzlu. Lifði Arnes þar góðu lífi, og vitjaði
hann þá einatt eigna sinna i GarSahrauni; haföi
hann fólgið þar mikla peninga. í þann tíma var á
Bessastöðum amtmaSur Wibe2; keypti hann vinnu
Arnesar og lauk borgun fyrir, sem siður var til,
1) Hitt mun réttara, aS hann hafi verið sendur af Hall-
dóri sj'slumanni suður til rannsóknar og dóms 1764 (sbr.
aths. hér á eptir).
2) Hann kom út hingað 1794. Hafi Arnes verið eitt-
l'vað hjá honum, hefur hann þá verið laus úr hegningar-
húsinu, og það var ekki Wibe, sem útvegaði honum lausn,
bví að hana fékk Arnes 1792.