Blanda - 01.01.1936, Page 132
I2Ö
hefÖu komið 3 ungir menn meÖ silungsbyrÖar stór-
ar, og hafi þeir allir verið synir karls og kerlingar,
en stúlkan dóttir; ekki vildi karl leyfa Arnesi vet-
urvist, nema hann legði 20 sauði á borð meÖ sér,
því að svo mikið legði hann handa hverjum heima-
manni. Kvaöst Arnes ekki hafa þá, nema aö stela
þeim, en karl kvað sig það engu skipta. Kvaðst Arn-
es hafa verið þar 4 misseri og að lokum gert karls-
dóttur ólétta, og hefði hún þá ráðið sér til að flýja;
hefðu karlssynir elt hann, en hann komizt loks und-
an á handahlaupum.1)
Nokkrar viöauka athugascmdir.
Þáttur þessi um Arnes, sem hér er prentaður,
styðst að miklu leyti við sannsögulegar heimildir,
þótt tímaröðin sé ekki alstaðar sem réttust og frá
því fyrr sagt, er síöar geröist m. fl., sem frásögn-
inni er ábótavant. En það vill svo vel til, að í máls-
skjölum er ýmislegt um æfi Arnesar og verustaði
hans, sem vafalaust er nokkunveginn rétt, það sem
það nær, þótt glompótt sé, með þvi að Arnes hefur
ekki látið allt uppi. Hann viðurkennir t. d. aldrei,
að hann hafi verið útileguþjófur, því að hann hafi
jafnan verið á bæjum að nóttunni, sem vitanlega
eru ósannindi. Hann verður og greinilega tvísaga
um þjófnað sinn, og er því ekki harla mikið að
byggja á viöurkenningu hans fyrir rétt, en meira
1) Fleira sagði Arnes Guömundi uni veru sína hjá þessu
hyski, en því er sleppt, enda mun öll þessi frásögn hans
um dvölina hjá útlegumönnum í Ódáðahrauni vera upp-
spuni einn og lokleysa, er hann liefur sett saman, til að
gera æfi sína enn sögulegri, enda var útilegumannatrúin
þá svo rík hér á landi, að harla auðvelt var að fá alþýðu
til að leggja trúnað á slíkar sögur.