Blanda - 01.01.1936, Síða 134
128
hefÖi fundiÖ þar i almenningnum hjá mosavöxnum
beinum dauðs manns, og falið þá í hlíðinni fyrir
ofan bæinn í Hælarvik, en síðar breytti Arnes þess-
um framburði sínum, og játaði, að hann hefði stol-
ið peningunum, um 50 rd., úr læstri kistu í Braut-
arholtskirkju. Vorið 1757 kom Arnes að vestan suð-
ur á Akranes, og hafðist við á Másstööum og í
Móakoti. Stal hann þá sauðfé um sumarið úr Akra-
fjalli, ásamt Helga Jónssyni í Móakoti, syni ekkju
þar (Guðrúnar Benediktsdóttur) ; stal hann og mjöli
úr læstri skemmu á Innrahólmi um nótt m. fl. Var
Arnes um daga í Illuskorugili í Akrafjalli. Helgi í
Móakoti og móðir hans voru tekin af sýslumanni
síðar um sumarið, og dæmd 4. sept. í aukalögþings-
rétti Ólafs varalögmanns Stefánssonar í Reykjavík.
En Arnes slapp (eptir leitina á Akrafjalli, sjá áð-
ur) og hafðist þá við á ýmsum bæjum (Botni, Skor-
haga, Hvítanesi, Sjávarhólakoti, en lengst í Brekku
á Kjalarnesi), og þá stal hann peningum úr Braut-
arholtskirkju; átti þá Þorvarður lögréttumaður Ein-
arsson hinn ríki í Brautarholti. Hljóp Arnes svo
suður að Hofsstöðum á Álptanesi til Þorkels bónda
Tómassonar, kunningja síns, og kom þar um allra-
heilagramessu 1757. Var Arnesi leynt þar um vet-
urinn, en Þorkell ráðstafaði fyrir hann miklu af
stolnu peningunum, þangað til Þorkell var tekinn,
en Arnes flý'Si, og þá var það, er Hans Nielsen,
hinn danski litunarmaöur, tók af honum poka hans
við Elliðaárnar 6. marz 1758, sem getið er í þætt-
inum, og var nokkuð af peningum (um 20 spesíu-
dalir) í pokanum. Kvaðst þá Arnes hafa strokið
norður í ísafjaröarsýslu og á Strandir, og nefnzi
þá réttu nafni. Hefur hann þá verið 6 ár þar nyrðra
og líklega víðar, en annars er ókunnugt um veru-
staði hans á þessum tíma, en síðari árin mun hann