Blanda - 01.01.1936, Page 135
129
hafa komizt í kynni viÖ þau Eyvind og Höllu og
aðra þjófa, þótt hann neiti því í prófunum, og seg-
!st aldrei hafa lengra norÖur komizt en í MiSfjörÖ,
en það er ekkert aÖ marka, því að ekki fékkst Arn-
es til' að lýsa því nánar, hvar hann hefði verið þessi
ar. en síöasta áriö, 1763—1764, viröist hann hafa
verið í einskonar gæzlu hjá Halldóri sýslumanni
Jakobssyni á Felli í Kollafiröi, og Jóni lögsagnara,
Jónssonar „trölla“, á Broddanesi, er lét Jón bónda
Guðmundsson í Skálholtsvik gæta hans, en var þó
a8 mestu leyti sem laus maður og fékk hann vott-
0r8 hjá ýmsum (alls 20) bændum í Árnessókn á
Ströndum, þar á meðal Hallvarði Hallssyni í Skjalda-
bjarnarvík, haustiö 1763, aö hann heföi viö þá ,,í
óllu vel skikkað sér til orða og verka“. En sumarið
'764 hefur Halldór sýslumaður sent Arnes til Jóns
sýslumanns Eggertssonar í Höfn í Melasveit til
rannsóknar og dóms, en hann sendi hann án yfir-
heyrslu sem fanga til Guðmundar sýslumanns Run-
olfssonar á Setbergi, er yfirheyrði hann á héraðs-
þingi í Reykjavík 20. okt. (1764). Var þá fram-
burður Arnesar mjög óljós og á reiki, og sendi því
GuÖmundur sýslumaður hann aptur Jóni sýslumanni.
er þá yfirheyrði hann 24. s. m. á Leirá, og breytti
Árnes þá framburði sínum og viðurkenndi peninga-
stuldinn úr Brautarholtskirkju. Var Arnes svo fangi
a Setbergi hjá Guðmundi sýslumanni veturinn 1764
" T765 og dæmdur í Esjubergsþingi 17. júní 1765
th aö kagstrýkjast og brennimerkjast á enniö og i
æfilanga þrælkun í íslenzka hegningarhúsinu, og sá
dónrur staðfestur á alþingi 6. júlí s. á. En með
konungsbréfi ri. apríl 1766 var Arnesi hlíft við
brennimerkinguna, en alþingisdómurinn að öðru leyti
staðfestur. Var Arnes settur í hegningarhúsið 2.
julí 1766, og var þar samfleytt 26 ár, en fékk lausn
Planda Vr. 9