Blanda - 01.01.1936, Page 138
i32
yfirferðar og allgró'ðursnautt. Margar kynlegar
myndir verða fyrir sjónum vegfarandans, bagöi í
hrauninu og meSfram sjónum.
Lóndrangar hafa um ómunatíS gnæft 250 fet í
loft upp, og veriS sjófarendum og gangandi nokk-
ur bending um sérkennilega og fjölbreytta nátt-
úrufegurS á nesinu.
Dritvík er nokkuS utar Einarslóni. Hún er í
djúprf kvos, umgirt hraunjöSrum á þrjá vegu. Suð-
urbarSi nefnist hár hrauntangi milli Djúpalóns-
sands og Dritvíkur. En aS utanverSri Víkinni er
Vesturbarði, miklu hærri og hrikalegri. Eggslétt-
ur sandur liggur eptir Víkinni, og nefnist Maríu-
sandur. Smáklettar eru í utar miSri Víkinni og kall-
ast þeir Bárðarskip og Bárðartrúss. En beint á
móti iBárSarskipi, nokkru utar, er Dritvíkurklett-
ur. Mun á þaS minnzt. nánar síSar. NiSur af SuS-
urbar'Sa gengur mjór hraunhalli niSur til sjávar,
aS nafni Kattarhryggur. Neðar af honum, örlítiS
utar, er stór, stakur klettur, nefndur Tröllakirkja.
Klettur þessi er holur innan. Fram í Tröllakirkju
verSur ekki fariS, nema um fjöru, og er gengiS
inn í hana aS framan verSu. Sunnarlega á Maríu-
sandi girSa klettarnir rúm nokkurt, er nefnist
G-límustofa. Utarlega í Víkinni er Leiðarhóll, og
skammt frá Dritvíkurtjörn. Sjór er í henni, en eigi
vatn. SuSurbarSinn er grasi gróinn, og lítil ræma
fyrir Víkinni. LítiS sér á rústir í sjálfri Víkinni,
en, upp: um allt hraun gefur að líta fiskbyrgi og
reita. VerbúSarhús eitt er í Dritvík, reist 1914, en
er nú komiS aS falli.
Þann veg lítur nú út í Dritvík. En hún var meS
stærstu verstöSvum á landinu, enda reru þar yfir
60 bátar og 300—400 vermenn, þegar bezt lét.
MeS engri vissu verSur sagt, hvenær útræSi hafi