Blanda - 01.01.1936, Page 140
134
vc'ðra von. Sjór er þungur og mislyndur. LandiS
cr hlaði‘8 snjóum, og torsótt til færðar. Hvaðanæfa
af BreiðafirSi halda bátar í útátt, á leiS suSur fyrir
Jökul, til Dritvíkur. Attæringum er ekki allt af tækt
fyrir ÖndverSarnes um þetta leyti árs. Þeir lenda
því opt á Nesi og verða þar veSurtepptir lengri eða
skemmri tíma, eptir því, sem þeir eru liSaSir og
sjógæftir falla. Dvelji nú bátur þar (á ÖndverSar-
nesi) hálfum mánuSi lengur en þörf gerist, ber
honum aS greiða landsdrottni 3—4 fjórSunga fisks,
Vermanna aSkoman í Dritvík er þurr og köld.
BúSartóftirnar fullar af fönn, og víkin klökug og
óvistleg. Bátum fjölgar ört. Vermenn koma alla jafn-
an jöfnum höndum landveg og sjóleiSis. Þarna hitt-
ast menn vestast og innst úr BreiSafirSi, Húnvetn-
ingar, Dala- og Mýramenn. Þeir, sem komiS hafa
landveg, eru þreyttir eptir margra daga ferð yfir
torsóttar ©g hættugjarnar leiSir. Vermenn ganga
saman í hópum, og bera þungar tjörgur í bak og
fyrir, — sem eru matarföng og nauSsynlegir rnunir,
er nota þarf í verinu.
Nægilegt er aS starfa í Víkinni fyrstu dagana.
Hreinsun búðartóftanna kallar fyrst aS. Tóftirnar
eru mokaðar og þrifnar, og síSan tjaldað yfir þær.
Loks eru flutt þangaS rúmföt, matarföng og allir
þeir munir, er standa þurfa undir þekju. Menn
koma sér fyrir og búa um sig sem bezt má. Rúm-
fletunum er slegið upp, skrínur settar á sinn staS
og hlóð gjörð. Surnir vermenn liggja í þurrabúS-
unum, og eru þar til sængur og fæðis. lEinkum eru
þaS þeir, sem komið hafa óráðnir, og náS hafa í
skipsrúm eigi aS síður. Nóg er aS gera, þótt ekki
falli sjógæftir fyrstu daga. Menn dytta aS búS-
um sínum, búa til veiSarfærin, reisa viS fiskbyrgi
og smíSa skreiðrær. Þegar í staS reyna vermenn