Blanda - 01.01.1936, Side 142
136
vertiÖ. Kjöt það, sem vermenn fengu, dró eigi allt
af drjúgt, enda lúrðu þeir á því og treindu sér sem
lengst. Smjör höfðu þeir með öllum mat, því að ekki
var um annað að velja úr skrínum þeirra, er betur
mátti duga þeim. Lýsi rnunu þeir hafa drukkið
nokkuð, og kennt styrks þar við. Drykkjarföng voru
ekki önnur en vatn og súrblanda. Vatn urðu ver-
menn að sækja i Lónin á Djúpalónssandi, og er það
drjúgur spölur og erfiður.
Geta má þess, að sumir vermenn gerðu mjölsýru
og höfðu til drykkjar. Mjölsýran var gjörð á þann
hátt, að nokkuð eitt af mjöli var látið í vatn og
hrært i, svo að af varð nokkurs konar grautur. Síð-
an er ílátið sett yfir eld og látið hitna í því nokkra
stund. Loks er það tekið af eldinum og hellt úr ])v;
í tréílát, og lok látið yfir. Er nú látið gerjast í
þessu tréíláti nokkurn tíma. Síðan er mjölsýran tek-
in, blönduð og drukkin. Vatn er síðan látið saman
við mjölið, sem eftir veröur, og farið að á sama
hátt og áður. Eg minnist þess arna ýtarlega, vegna
þess, að mjölsýra virðist hvergi hafa verið gjörð
eða notuð til drykkjar á íslandi, nema á Snæíells-
nesi, og það einkum i verstöðvunum. (Sbr. Eggert
Ólafsson). Má þykja kynlegt, að hún skyldi ekki
gjörö annars staðar, þar sem vitaÖ er, aö hún er
hvorttveggja, holl og næringarrík.
Sjóklæöi höföu allir vermenn, þótt þau væru all-
misjöfn aö gæöum, og jafnvel lítt held hjá sumum.
ÖIl voru sjóklæði í þann tíma gjörð úr skinni. Sterk
sauðskinn voru oftast notuð í hvorttveggja, brók og
stakk, nema í setskautann á brókinni var ætíö haft
kálfskinn. Skinn þau, sem notuð voru í sjóklæði,
voru oftast brákelt, áöur þau skyldu sniðin og saum-
uö. Aðferðin við aö brákelta skinn var á þann veg
á Snæfellsnesi: Stórt hrútshorn var tekið og borað