Blanda - 01.01.1936, Page 144
138
firzka“ bátalaginu. En þeir, er svo voru, höfðu rá-
segl, og urÖu því aÖ fella seglið, ef venda átti; og
var það stundum ærið tafsamt, ef siglt var lítt tækan
beitivind. Þeir bátar munu hafa róið úr Víkinni, er
svo voru snauöir að farbúnaði, aö hvorki var til
segl né stjóri. Oftast munu þó þessir skipshlutir, sem
illt var án að vera, hafa verið fengnir að láni, og
greitt eftir þá áskilið gjald. Leigan fyrir segl og
stjóra voru tveir vænstu fiskarnir úr hverjum róðri,
— fyrir hvorttveggja, — þá er þessi farbúnaður
var notaður. Fiskar þessir voru nefndir segl- og
stjórafiskur.
Jafnan munu hafa róið 7 og 9 menn á Dritvíkur-
bátum. Stundum munu þeir hafa verið færri og
stundum fleiri, en það fór eftir því, hvern veg á-
skipaðist í vertiðarbyrjun. Flestir Víkurvermenn yoru
fullskiprúmsgengir, en það þýddi að vera svo vel
a'S sér um afl og sjómennsku, aö vammlaust mætti
þykja öllum fulltíða mönnum. FTálfdrættingar voru
jafnan nokkrir, eins og í öðrum verstööum landsins.
Voru það unglingspiltar eða væskilmenni, og nutu
þeir því eigi nema hálfs hlutar á borð við skiprúms-
genga menn. Þeir menn voru og oft í verinu, sem
ekki voru ráönir í skiprúm, en fengu að eins aö róa
hjá formönnum, eftir því sem þeir þurftu með.
Urðu þeir að vakta sjálfa sig til skips, því að ekki
voru þeir kallaðir, sem aðrir hásetar. Vermenn þessir
voru nefndir skipaskækjur.
Skyldustörf formanna í Dritvík voru svipuð og
enn þá gerist um bátaformenn. Formaöur reis venju-
lega fyrstur úr rekkju, gáði til veðurs og vakti síð-
an háseta sína, ef honum leizt á hann. Þegar menn
höfðu klætt sig, fengu þeir sér bita og héldu síðan
til skips. Niður við bát skinnklæddust hásetar,drógu