Blanda - 01.01.1936, Page 146
140
því eigi rúmast þar, nema minni hlutinn af bátum
þeim, sem þarna reru. Var þaS lítt af hljóÖi mælt,
acS mun betri lending væri í Pollinum, þótt þar væri
þröng innsigling og steinnibba vestarlega í honum,
er menn óttuðust að bátar steyttu á.
Væri mjög illt i sjó, þegar bátar komu að, var
sjaldan átt á hættu að lenda,án þess að seila.Hlekkt-
ist bátum á í lendingunni, tapaðist aflinn, hefði eigi
verið seilað. Áður bátar nálguðust löðrið í lending-
unni, var öllum fiskinum fest á seilólar. Gerðist það
á þann hátt, að seilnálin, sem var 2—3 kvartela löng,
— gerð úr eik eða hvalbeini, — var stungið gegn-
um gelluna og út um munninn og fiskurinn síðan
látinn renna eftir línunni, og þeim fyrsta bundið
vendilega á endann, til þess að næsti fiskur skyldi
nema þar við, og svo koll af kolli, þar til seilólin
var full. Síðan var seilólunum bundið í sterka línu
aftan í bátinn. Þurfti við þennan verknað snör og
ákveðin handtök í erfiðum sjó, en ekkert fimbul-
famb. Hásetar reru síðan í land við fyrsta lag, með
allar seilólarnar aftan í bátnum, en þær voru 4—6.
Þegar lent hafði verið, drógu menn seilólarnar
upp í fjörumálið. Síðan tóku hásetar byrðarólar
sínar og tíndu fiskinn á þær af seilólunum og báru
á bakinu á land upp og létu í eina kös. Af óskipt-
um afla voru teknir stjórafiskur og seglfiskur, hefðu
þeir hlutir verið notaðir í róðrinum, en annars eigi.
Síðan var aflanum skipt, og gerðu það formaður
og einhver tilkvaddur háseti. Hlutaskipti í Dritvík
voru 8 eða 10 af hát, og var þar af einn dauður
hlutur, þ. e. skipshlutur. Að aflaskiptum loknum,
tók hver háseti sinn hlut og gerði að honum. Flatn-
ingsborð tíðkuðust þá eigi, heldur lágu hásetar á
hnjám, og bogruðu við aðgerðina, hver hjá sínum
hlut. Fiskur var í þann tíma jafnan flattur í skreið