Blanda - 01.01.1936, Page 147
eSa „platfisk". Þegar hásetar höfðu gert aS, og
ÞvegitS fiskinn úr sjó, báru þeir hann á bakinu upp
í hraun og settu á skreiörár, en „platfisk" á reiti,
ef því mátti við koma. Þótti mikils um vert, að
j.platfiskurinn' hefSi þykkan hnakka og kreppt
þunnildi. SkreiSrám var komiÖ fyrir á þann hátt,
þær voru lagðar milli tveggja mittishárra grjót-
garða, og fékk þá vindurinn leikið nægilega um ráar-
fiskinn.
Margs þurfti aÖ gæta, svo að fiskurinn skemmd-
ist eigi. Verjur voru þá litlar eða engar til hlífðar
fiskinum, og hjó því oft nærri hæl, að hann skemmd-
ist að mun. Velja varð góða staði fyrir fiskgarð-
ana, þar sem sandfok næði eigi til, því aS fátt gerir
blautan ráfisk ljótari. Gæta varð og þess, að taka
skreiðina undir eins af ránni, er hana mátti skrýfa.
Skrýfingin fór fram á þann hátt, að hver háseti
safnaði fiskinum af rám sínum og hlóð honurn í
byrgi, hlöSnum úr hraungrjóti. Jafnan voru þorsk-
hausar látnir vera milli skreiðarlaganna í fiskbyrgj-
nuum, svo að betur mætti gusta um hlaðann. Þegar
hvert fiskbyrgi var fullt, var sett á það grjót, og
skreiðin þann veg geymd til vertíðarloka. Oftast
htu þó vermenn í fiskbyrgi sín annað veifið til að
vita, hvort skreiðin lægi undir skemmdum vegna
hita eSa of lítillar herzlu.
.jPlatfiskurinn" var breiddur á reiti, líkt og nu
gerist um þurfisk. Þegar hann þótti nægilega þur,
Var honum hlaðið í grjótbyrgi, og geymdur þar til
vertíð lauk.
Fyrri hluta vertíðar flöttu vermenn einvörðungu
1 skreið, því að ])á héldust frost, en ekkert gerði
skreiðina eins fallega og gómsæta og snörp frost-
taka. Aftur á móti mun platfiskinum" hafa veriS
gjórð skil, er dægur lengdust og hlýna tók i veSri.