Blanda - 01.01.1936, Page 148
142
Lifur og sundmaga hirtu vermenn a'Ö miklu leyti.
Sundmaginn var breiddur á kletta og steina til þurks.
og fariÖ með á sömu lund og enn gerist. Lifrin var
sett í kagga e'Öa keröld, sem vennenn höfðu liaft
meÖ sér aÖ heiman. Dritvíkur-vermenn fluttu lýsis-
kagga sina á stöfum, svo að minna færi fyrir þeirn,
en settu þá svo upp, þegar þeir voru komnir i Drit-
vik, því að gjarðir höfðu þeir og með sér. Stund-
um voru þó gerðar gryfjur í jörð, og lifrin látin
í þær, og lýsið geymt þar til loka. Þorskhausa hirtu
menn nokkuð og breiddu til herzlu upp um hraun,
því að ekki voru vermenn aflátsfærir með rár und-
ir freðhausa.
Má af því marka, sem nú hefir verið sagt um
aðbúnað vermanna, og nýting sjávargagns, hversu
fábreyttir og litiltækir frumbyggjahættir voru ofar-
lega á borði í lífi og athöfnum vermannanna i Dritvík.
Athugum nú örlítið, hvern veg Dritvíkur-vermenn
eyddu tímanum i landlegum. Marga daga á vertí'ð
komust bátar ekki á sjó vegna illviðra; þó er sjó-
tækara í Dritvík í norðanátt heldur en á öðrum
stöðum á Nesinu. Illa lét í horni Dritvíkur-for-
manna, ef tíð gerðist styrjótt með fyrsta sumar-
tungli, því að það var traust trú manna, að með
því kæmi fiskigengdin.
Margt höfðust vermenn að í landlegum. Enda var
margskonar dútl og snúningar, sem ekki mátti koma
við, þegar sjór var sóttur, látið bíða landleganna.
Hásetar hlóðu byrgi, gerðu reiti og garða, önnuðust
fisk sinn og gerðu til góða, sem unnt var. Sjóklæði
voru stöguð og bætt. Fleytt var af lýsisköggum og
gryfjum. Fiskbein breiddu hásetar til þurks og tíndu
saman, því að ekkert mátti fara forgörðum af ]>eim,
svo að nægilegt væri undir pottinn. Þá héldu þeir
og upp og út um öll hraun til lyngtínslu, og máttx