Blanda - 01.01.1936, Page 149
143
á landlegudögmn sjá vermenn koma hva'Öanæva me'Ö
úttroSna lyngpoka í bak og fyrir. Þann veg li'Öu
flestir landlegudagar hjá Drissum; en svo voru Drit-
víkurmenn jafnan nefndir.
Ýmislegt höf'Öu vermenn sér til afþreyingar, þeg-
ar ekkert var til aö starfa. Suöur á Djúpalónssand
hópuÖust hásetar. En sunnarlega á sandinum er hátt
og rammgirt klettabyrgi, og eru þar fjórir aflrauna-
steinar. Steinar þessir eru brimbarÖir blágrýtishnull-
ungar, böllóttir og illir átöku. Aflraunasteinarnir
höföu hver sitt heiti, og fór það eftir þunga þeirra.
Fullsterkur er stærstur og vegur 310 pund, hálf-
sterkur 280 pd., hálfdrættingur 98 pd. og amlóði
46 jxi. Steinar þessir eru til enn, og geymast sem
áþreifanlegur vottur um afl fyrritíðarmanna, eins og
Snæfellingur nokkur hefir komizt að orði. Aflrauna-
steinana skyldi hefja á bergstall mittisháan. Þótti
vermönnum fengur í að þreyta við steina þessa, bæði
vegna metnaðar og eigi síður hins, að geta sýnt,
hvern mann þeir höfðu að geyma að afli. Mörgum
mun hafa fundizt fullsterkur erfiður viðfangs, og
er svo enn um sjómenn, sem þarna koma og við
hann reyna. Höfðu þeir það aS frýjunarorSum,
sem léku sér við fullsterk, að mest væri um vert
;>S fást viS hann í blautum skinnklæSum eftir langan
sjóbarning. Hásetar, sem ekki bisuðu hálfdrætting
á stall, voru eigi taldir skiprúmsgengir, og munu
þvi flestir hafa tekið á því, er til var, svo að eigi
mætti það á sannast.
Glímur iökuöu vermenn allnokkuö, og var sá staS-
11 r valinn til þess, sem Glímustofa heitir og er sunn-
arlega á Maríusandi. Hásetar skiptust í tvo flokka
°S fóru í bændaglímu. En tveir aflahæstu formenn-
'rnir í Víkinni voru jafnan sjálfkjörnir bændur.
Ýart þarf að draga í efa, að kapp hafi verið í