Blanda - 01.01.1936, Page 151
145
sagöar í landlegum í Dritvík, og si'Öan endurtekn-
ar af vermönnum, þegar heim kom, um allan
BreiSafjörÖ, Dali, Mýrar, Borgarfjörð, Barðaströnd
og jafnvel enn víðar. Þetta dæmi sýnir nokkuð,
hvern veg sögur, þjóðsagnir, lausavisur og rimur
gátu orðið víðfleygar og alkunnar fyrir atbeina ís-
lenzkra vermanna. Hver fær nú sagt, hve mikið af
alþýðufróðleik hefur á þennan hátt komizt til sagna-
ritara, og því geymzt fram á vora daga. Dritvík er
ein af þeim verstöðvum, sem er útbreiðslustöð ís-
lenzks alþýðufróðleiks, þrátt fyrir aðþrengd og lítil-
sigld lífskjör vermanna.
Dritvikurvermenn virðast hafa verið kirkjuræknir
og sótt Lónskirkju vel, þá er messað var, enda tók
sú leið eigi nema fjórðung stundar. Lítil sveitar-
kirkja gat auðvitað hvergi nærri rúmað alla Driss-
ara, sem deildu hundruðum, þegar útræðið í Drit-
vík lék í blóma. Engir Jöklarar minnast nú kirkju-
ferða Drissara i Lón; en götuslóðarnir segja sína
sögu að hálfu, unz þeir fyrnast að fullu, og enginn
veit framar, hvar leið lá.
Sjaldnast var messað nerna þrisvar í Einarslóni,
meðan á vertíð stóð í Dritvik. En sunnudagshús-
lestrar voru tíðir hjá Drissum. Mætasti formaður-
mn i Víkinni var ætíð sjálfkjörinn til að lesa hús-
lesturinn og var til þeirra hluta ætíð notuð Vída-
línspostilla. Um hádegið söfnuðust allir vermenn-
irnir i Dritvík saman fyrir framan reisulegustu búð-
ma í Víkinni. Þeir röðuðu sér allir niður eftir regl-
um, þann veg, að fyrst komu allir formennirnir og
satu flöturn lieinum, síðan komu fyrir aftan þá all-
m fulldrættingar og krupu þeir á kné. En fyrir
aftan og með hliðum stóðu svo hálfdrættingar og
skipaskækjur. Fyrir framan allan þennan hóp, sem
myndaði eins og langdregna skeifu, stóð svo hús-
Blanda Vr. 10