Blanda - 01.01.1936, Page 154
148
manna heitna fyrir. Bátar eru hlaðnir skreið, lýsi,
þorskhausum og „platfisk“. Baggar eru bundnir og
hertir. Hla'ðnir bátar hver á eftir ö'ðrum halda með
Svörtuloftum, fyrir Öndverðarnes og inn allan
Breiðafjörð. Klyfjaðar skreiðarlestir fara suður ill-
færa troðningana í hrauninu á leið í Dali inn, suð-
ur í Borgarfjörð, norður í Húnaþing og enn víðar.
Óðum fækkar skreiðarhlöðunum, fiskbyrgin tæm-
ast og lýsiskaggar hverfa.
Að koma aflanum í fé, eða til heimflutnings, er
efst í hugum flestra Drissara seinustu dagana. Ver-
menn kveðjast og þakka fyrir samstarf og kynn-
ingu. Duld von býr sumum í brjósti, um að mega
hittast aftur í verinu. Því að í Dritvík bundust
margir æskumenn böndum vináttu og bróðurhugar.
Erfiðleikarnir og torræðin, sem vermenn áttu við að
etja, juku á samvinnuna og skilning þeirra hver á
öðrum.
Þótt miðin fram af Dritvík hafi gefið Drissur-
um góð föng og mikil, þá er heimþráin sterkari, og
hún letur ekki farar. Æ minnka föng og fækkar
bátum í Víkinni. Seinustu bátarnir halda fyrir
Barðana og sigla ljúfan byr fyrir Öndverðarnes
hlaðnir fiskföngum af Dritvíkurmiðum. — Maí er
að enda. Þeir 4-—5 tugir báta, sem brýnt var úr
vör í Dritvik, eru farnir. Hundruö fiskbyrgja, er
fyrir nokkru voru full skreiðar, eru nú tóm. Lýsis-
kaggar, freðhausar og sundmagar er horfið, Þar,
sem áður rauk úr fjölmörgum búðum, er nú eng-
in mannvera lengur. Þar, sem fyrir nokkru var hálf-
gildings þorp, hvað mannfjölda snerti, eru nú að-
eins nokkrir þurrabúðarmenn, sem tæpast hafa átt-
að sig á þeim breytingum, er fylgja vertíðarlokum
í Dritvík.