Blanda - 01.01.1936, Page 160
154
borSum í reikning minn, en ef á þarf aS halda í
vetur, verð ég biðja hr. Thorarensen um að lána
mér upp á boröin í hana og láta svo snikkara Egil1)
smíða hana aldeilis viöhafnarlausa, eins og kistuna,
sem finnst í sömu gröf. Það, sem í hana á að leggj-
ast með kroppnum, er þunn heydýna undir hann,
einfaldur hjúpur utan um og múkurinn2), sem ekki
er utan moldarklæði, og hvítur klútur yfir ásjón-
una. SíSan gjörist prófasturinn3) aövart að gjöra
sitt embætti þar við. Líkburðarmenn vil ég séu hr.
J. Thorarensen, gullsmi'Sur Arnórsen4), snikkari
EgillHalldórsson og JónSigurSsson á Lækjamóti5).
Gröfina lætur sóknarherrann uppmoka, svo kisturnar
nái saman að neðan, en ekki verði utan eins manns
1) þ. e. Egill Halldórsson prófasts á MelstaS, Ámunda-
sonar. Egill sigldi og varS þjóShagasmiSur. Hann átti fyr
Sigurveigu Jóhannesdóttur, bónda á Laxamýri, en síSar
Þorbjörgu Árnadóttur, ekkju Sigurðar SigurSssonar á
Reykjum á Reykjabraut, en systur Jóns skálds á ViÖimýri,
og börn meS báSum. Þau Þorbjörg bjuggu á Reykjum og
þar dó Egill 1894.
2) þ. e. hempan.
3) þ. e. séra Jóni Jónssyni í Steinnesi, d. 1862.
4) þ. e. Arnór Arnórsson gullsmiSur og bóndi á Gauks-
mýri, d. 1866. Hann átti Jóhönnu Halldórsdóttur prófasts
á MelstaS, hálfsystur Egils snikkara. Afkomendur þeirra
eru taldir í NiSjatali prestanna Þorvalds BöSvarssonar og
Björns Jónssonar.
5) Hann var hreppstjóri og átti Steinvöru Skíiladóttur,
stúdents á Stóru-Borg, ÞórSarsonar. Þ. b.: a. SigurSur á
Lækjamóti, faSir GuÖríSar, konu Jónatans á Holtastöðum,
Jónínu, konu Jakobs Lindals á Lækjamóti og fl. b. Jón í
Valdarási. c. Kristín, átti Skúla Lárus Einarsson á Stóru-
Ásgeirsá.