Blanda - 01.01.1936, Page 165
159
sonar, bónda í Langholtskoti. Snorri var ættfaÖir
Lirtingaholtsættar. Það er í minnum haft, hve sam-
býli Gísla og Magnúsar hefSi veriS gott. Veturinn
^802, sem nefndur hefir verið Langijökull, reru
Langholtsbændur út í Grindavík. Voru þeir komnir
hl sjávar áður en aðalharðindin dundu yfir. Ann-
alar segja, að framan af vetri hafi skipzt á blotar
°S frostköst, en um miðjan vetur brá til snjókomu
þieð fádæmum, svo að bæir fóru í kaf. Þegar fram
<l vertíSina leiS og engin tilslökun var á tíSarfari,
sau Langholtsbændur, hver voSi vofSi yfir. Kom
l>eim saman um, að annar færi heim, en hinn reri
báSum hlut. Gísli fékk sig lausan úr skipsrúminu
°? fór heim og sá um bú beggja. Þessi tilhögun
þeirra hafði gefizt vel. Þetta dæmi sannar, hve góð
sambúð er blessunarrík.
^rá Langholti fór Gísli 1803 að Hæli, því að þá
losnaði jörðin úr ábúð. Ábúandinn á jörðinni, Gest-
Ur bróðir Gísla, andaðist á þessu ári. Brátt mun
Gísli hafa auðgazt á Hæli. Sést það á tíund hans.
?jó hann á Hæli til 1813. Þá flytzt hann að Hlíð
1 sömu sveit. Hefir honum þótt þröngt um sig á
bfeh- En árið 1816 er hann aftur kominn að Hæli
°S þá búinn að leggja Hlíðargerðið undir Hælinn.
Síðasti ábúandi í Hlíðargerði mun hafa verið Jón
Sigvaldason. Deyr hann á þessu tímabili, en þá
losnaði jörðin úr ábúð. Líkur eru til, að Jón hafi
andazt um vor, því að svo sagöi Guðrún, dóttir
Gisla, að faðir sinn hefði verið staddur inni í Halls-
aut fyrir innan Skriðufell, efsta bæ í sveitinni, er
ann frétti lát Jóns. Var Gísli þar við fjárrekstur
bl afréttar. Frá Hæli inn í Hallslaut er um 5 stunda
erð. Gisli brá fljótt við og reið heim til sín. Sag-
•m segir, aS Gísli hafi fariS úr Hallslaut um sólar-
uPpkomu, en suður að Brekku á Álftanesi er hann