Blanda - 01.01.1936, Page 166
i6o
kominn um kveldmjaltir sama dag. Eigandi HlíÖar-
gerSis var þá Isleifur yfirdómari Einarsson, er þá
bjó á Brekku. Þegar Gísli er kominn a'ð Brekku,
gjörir hann boS fyrir ísleif dómara, falar af hon-
urn jörðina til kaups, og gekk það greiðlega, borg-
ar jörðina út í hönd. Gisti Gísli um nóttina á Brekku
og reið svo heim til sín daginn eftir. Þetta atvik
sannar, að Gísli hefir verið snarráður dugnaðar-
maður.
Hlíðargerðið hefir legið undir Hælinn síðan.
Nokkuð hafði Gísli verið vinnuharður, sérstaldega
um sláttinn. Sá, er þetta skrifar, heyrði Guðrúnu
dóttur hans segja frá því, að einu sinni, er verið
var a'S snúa rétt þurru heyi á túninu, þá var hún
að snúa flekk með föður sínum. Þurfti hann þá að
kasta af sér vatni, en gaf sér ekki tima til að
stanza á meðan. Sagði ég þá við hann, segir Guð-
rún: „Þú bleytir heyið, pabbi“. Svaraði hann þá:
„Gefðu ekkert um það. Haltu áfram að snúa,
krakki.“
Börn Gísla og Valgerðar voru þessi: Sigríður,
fædd 1797. Vigdís, fædd 1798. Jón, fæddur 1800.
Gróa, fædd 1801. Gestur fæddur 1801, dó barn.
Gcstur, fæddur 1805. Guðrún, fædd 1814.
Sigríður giftist Guðmundi Magnússyni bónda 1
Birtingaholti, var hún seinni kona hans. Vigdís gift'
ist Jóni bónda í Bala Jónssonar í Háholti. Þeirra son
var Gestur bóndi í Þrándarholti. Jón í Bala var
kraftamaður mikill. Samtímis bjó Gottsvin í Steins-
holti. Komust þeir í illdeilur í skemmunni í Steins-
holti. Tró'S Jón þá Gottsvini upp fyrir kistu og
skorðaði hann ]?ar, svo að hjálpa varð Gottsvini
úr klemmunni. Jón giftist Arndísi Höskuldsdóttuf
í Haga. Áttu þau fjölda barna og er margt fólk
frá þeim komið. Seinni kona Jóns hét Ingveldur