Blanda - 01.01.1936, Page 167
i6i
Guömundsdóttir. Áttu þau tvö börn. Gróa giftist
Guðmundi Bjarnasyni bónda í Önundarholti í Flóa.
Dóttir þeirra var ValgerÖur, kona Brynjólfs Ein-
arssonar hreppstjóra og dannebrogsmanns á Sóleyj-
arbakka. Gcstitr Gíslason átti Ingveldi Einarsdóttur,
bónda í Laxárdal Einarssonar sama staÖar, Jóns-
sonar í MiÖkoti í FljótshlíÖ, Eyjólfssonar á Rauða-
íebi (f. 1717), Teitssonar bónda á Raufarfelli og
Selkoti (f. 1651) Þóroddssonar. Guðrún Gísladótt-
ír giftist ekki og átti engin börn. Guðrún var ætt-
fróð og minnug. Hún var orðheppin og rnunu nú
flest hnittinyrði hennar gleymd. Einu sinni sem oft-
ar kom Kolbeinn bóndi Eiriksson í Stóru-Mástungu
að Hæli. Hafði hann gaman af orðahnippingum við
Guðrúnu, þó að hann biði oftast ósigur í þeirn skipt-
um. Guðrún spyr, hvaðan hann komi. ,,Eg kem úr
sauðarleggnum“, svarar Kolbeinn. „Nú, eins og
Skrattinn,“ segir Guðrún. „Var ekki þröngt um
ykkur þar? En því spyr ég þannig: Þröngt mega
sattir sitja.“ Kolbeinn átti ekki meira við Guðrúnu
* það sinn.
Guðmundur Þormóðsson í Ásum1) var stríðinn
v>ð vín. Var hann eitt sinn gestkomandi á Hæli,
gefur sig á tal við Guðrúnu og segir: Ekki fjölg-
ar þú mannkyninu enn þá, Guðrún." Þá svarar Guð-
lllr>: „Ekki er loku fyrir það skotið, á meðan Guð-
r) Guðmundur Þormóðsson ! Ásum var bróðir Ólafs
1 Hjálmholti, föður Sigurðar sýslumanns í Kallaðarnesi,
föður Jóns skrifstofustjóra Alþingis og þeirra systkina, og
Sveinbjarnar búfræðings föður Ólafs cand. jur. Voru þeir
bræður, Þormóðssynir, snilldarmenn. Sonur Guðmundar
yar Ófeigur, faðir dr. Jóns Ófeigssonar yfirkennara, og
Sigurður skrifstofustjóri Verzlunarráðsins i Reykjavík.
E. A.
BJamta VI.
II