Blanda - 01.01.1936, Page 170
164
á sjálfan sig. Skarst því fljótt í odda milli hans og
Gests. Hann þinga'Öi um voriS á Stóra-Núþi á þing-
sta'Ö hreppsins. Þótti sýslumanni bændur vera há-
værir; hótaði hann þeim) aÖ sekta þá fyrir lítilsvirÖ-
ingu, er þeir sýndu yfirvaldinu. Gestur á Hæli hafði
þá gengið til sýslumanns og sagt: „Ég skal gefa
þér heilræði, greyið mitt: „Slá þú ekki í folann,
fyrr en þú ert korninn á bak honum“.“
Með þessu svari sínu gaf hann sýslumanni ský-
laust i skyn, að ef hann sýndi bændum yfirvalds-
hroka, þá gætu þeir orðið honum erfiðir. Árið eft-
ir var sama yfirvald á ferð og tjaldaði á Murneyri
við Þjórsá. Bar þá Gest þar að. Komust þeir í
orðasennu, sýslumaður og Gestur. Þúaði Gestur
sýslumanninn. Skrifara sýslumannsins þótti Gestur
ekki vel kurteis og segir: „Þúarðu sýslumanninn,
Gestur ?“ Svaraði Gestur: „Kanntu ekki faðirvorið,
greyið mitt. Það er þannig: „Faðir vor, þú, sem
ert á himnum.“ Hvor heldurðu, að sé meiri, Guð
almáttugur, eða sýslumannsrolan ?“ Tók Gestur skon-
roksköku upp úr vasa sínum, kastar henni í sýslu-
mann og mælti: „Taktu við, greyið mitt. Ég hefi
engan niðursetning látið synjandi frá mér fara."
Lárus var þá settur sýslumaður í Árnessýslu, varð
síðar yfirdómari og yfirdómsforseti og jafnau mik-
ilsvirtur maður.
Það hafði verið venja Gests að vera með lest
sinni öðru hvoru, er hann fór í kaupstaðarferðir,
og færði þá lestamönnum sínum einhverja hress-
ingu. Einhverju sinni, er lest hans var á heimleið
úr Reykjavík, fór Gestur heim á bæ i Ölfusinu til
að sækja lestamönnum sínum góðgjörðir, er hann
ætlaði að færa þeim. Bað hann um skyr, en þá
vantaöi ilátið. Lét hann þá láta skyrið í hatt sinn.
Hatturinn var einn af þessum háu og hörðu hött-